Dvöl - 01.10.1939, Blaðsíða 43

Dvöl - 01.10.1939, Blaðsíða 43
DVOL 281 og óvæntan liðsauka. Bróðir henn- ar hörfaði undan með sitt lið yfir á hæð í nánd við Ivell, fjórar eða fimm mílur burtu, til þess að veita sér og mönnum sínum hvíld. Baxby lávarður kom liði sínu vel fyrir og öll bráð hætta var nú hjá liðin. Um þessar mundir voru skoðanir frú Baxby þingsinnaðri en nokkru sinni fyrr, og þreytulegt útlit bróð- ur hennar, á flótta undan eigin- manni hennar, ásótti hana stöð- ugt og ásakaði hana fyrir, hvað hún væri harðbrjósta. Þegar bóndi hennar kom inn í herbergi hennar, rjóður og fas- mikill og fullur vonar, tók hún honum fálega; og þegar honum hrukku fyrirlitningarorð af munni um undanhald bróður hennar, sem virtust fela í sér lítilsvirðingu á hugrekki hans, fyrtist hún við, og svaraði, að hann, Baxby lávarður sjálfur, hefði í upphafi verið á móti konungssinnum, sem honum hefði verið miklu sæmra að vera nú, og sýna með því skoðanafestu eins og bróðir hennar, í stað þess að styðja lygastefnu konungsins (eins og hún komst að orði), vegna misskil- innar hollustu, sem ekki væri nema innantóm orð, þegar konungurinn væri ekki eitt með þegnum sínum. Orðaskiptin urðu æ biturri og nálg- uðust háarifrildi, því að bæði voru ör í lund. Baxby lávarður var þreyttur eftir langa og erfiða ferð um daginn og fór fljótlega að hátta. Kona hans kom skömmu á eftir. Bóndi hennar svaf vært, en hún settist þungt hugsandi við gluggann, lýfti upp gluggatjaldinu og horfði yfir á hæðirnar andspænis. Á milli fótaskella varðmannanna heyrði hún í kvöldkyrrðinni óljós hljóð frá herbúðum bróður síns, á hæðunum, þar sem herinn var naumast búinn að koma sér fyrir eftir undanhaldið um kvöldið. — Haustfrostið hafði snortið grasið og veikbyggðustu blöðin á vafn- ingsjurtunum höfðu sölnað. Hún hugsaði um William, þar sem hann svaf á kaldri jörðunni eftir erfiði hrakninganna. Þaö komu tár í augu hennar við tilhugsunina um lítilsvirðingu manns hennar á hug- rekki hans, eins og einhver efi gæti leikið á um hugrekki Williams lá- varðar, eftir það sem hann hafði gert síðustu dagana. Langur, djúpur svefn Baxbys lá- varðar í þægilegu rúminu gerði henni nú gramt í geði og skyndi- lega tók hún ákvörðun. Hún kveikti á kerti og skrifaði á miða þessi orð: „Blóð er þykkara en vatn, elsku William — ég kem.“ Með miðann i hendinni fór hún fram á loftskörina; við nánari í- hugun fór hún inn aftur, fór í frakka mannsins síns og setti upp hatt hans — ekki þó þann, sem hann gekk í daglega — svo að við fljóta athugun gæti litið svo út sem hún væri góðkunningi ein- hverrar vinnustúlkunnar í kastal- anum. Þannig klædd fór hún niður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.