Dvöl - 01.10.1939, Síða 8

Dvöl - 01.10.1939, Síða 8
246 þekkti að vísu manninn frá fyrri tíð. Hann hét Haraldur Jónsson, og þeir höfðu einu sinni unnið saman fyrir mörgum árum. En sannast að segja hafði honum aldrei verið mikið um Harald gefið. Heimsborg- arinn í Haraldi hafði ætíð verið Sigurði fjarskyldur. Seinna höfðu þeir leigt vetrarlangt í sama húsi; Haraldur í snoturri stofu á fyrstu hæð, en Sigurður í þakherbergi uppi á lofti. Þeir höfðu þá lítil af- skipti haft hvor af öðrum og síð- an höfðu leiðir þeirra ekki legið saman. Hefði Sigurður haft gott næði til umhugsunar, er ekki ólíklegt, að honum hefði orðið það ljóst, að innileikur þessara samfunda var eftir atvikum í alla staði óeðlileg- ur. Hann þefði þá vafalaust rennt grun í, að miklar líkur voru til að Haraldur hefði til dæmis alls ekki talið það ómaksins vert að heilsa honum, ef hann hefði verið dálítið ver til fara. En þessar hugsanir náðu ekki framrás, og sú tilfinning varð sterkari, sem fann nokkra viðurkenningu í því, að vera ávarp- aður sem kunningi og jafningi af vel búnum heimsmanni. Og þess vegna var það líka, að eftir skamma stund sátu þeir þre- menningarnir í hægum sætum inni á Hótel Borg og gæddu sér á rík- mannlegum kvöldverði „upp á gamlan kunningsskap,“ eins og Haraldur hafði komizt að orði. Sigurður var dálítið þungur og hikandi fyrst framan af. Hann var D VÖL ekki alveg farinn að átta sig á þessari dæmalausu vinsemd og gestrisni. Honum var þó farið að skiljast af tali Haralds, að hann mundi ekki vera maður, sem sniði hlutina við neglur sér. í hans frjálsa og úrræðaríka lífi voru þrír eða fjórir kvöldverðir „upp á gamlan og góðan kunningsskap“ hreinustu smámunir, — já, raunar mjög hversdagslegir hlutir, eins og Haraldur sjálfur sagði og sló út höndunum um leið. „Og hvað svo, piltar,“ sagði Har- aldur. „Alveg þurrbrjósta leyfir þessi ágæta steik okkur varla að vera, ha? — Þjónn!“ Áður en Sig- urði tókst að hreyfa nokkrum verulegum mótmælum var kampa- vínsflaskan komin á borðið. „Skál, drengir! — Sigurður, ha? — Skál!“ Sigurður dreypti á glasinu. Litl- ar, kristallsskærar loftkúlur stigu upp úr botni glassins og hoppuðu glettnislega kringum nefið á hon- um. Vínið var ofurlítið súrt og ekki óþægilegt á bragðið. Varla svo sterkt að það gæti verið hættulegt, hugsaði hann og brosti með sjálf- um sér. Svo varð honum litið á á verðmiðann á flöskunni og hann fylltist bæði undrun og lotningu. Maðurinn hlaut bókstaflega að vaða í peningum. „Ha, drengir! Hvernig væri að tæma hina dásamlegu bikara? Skál!“ Haraldur slokaði úr glasinu í einum teyg og hið sama gerði fé-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.