Dvöl - 01.10.1939, Blaðsíða 21

Dvöl - 01.10.1939, Blaðsíða 21
DVÖL 259 elzti. „Hún finnur of mikið til sín, eftir svipnum að dæma. Ég er viss um, að hún er hreinasta skass á heimili.“ Gomer sagði ekki orð. Hann var sá i hópnum, sem skemmstan tíma hafði lifað í hjónabandi. Hann hafði enga löngun til þess að taka þátt í þessum umræðum um kven- þjóðina. Og samt gat hann hitt og annað til málanna lagt, það vissi sá, sem allt vissi. Hann gat leyst frá skjóðunni — leyst rækilega frá skjóðunni. En hann hélt sér í skefj- um og augu hans tindruðu, meðan hinir létu dæluna ganga og ráð- gerðu, eins og karlmönnum er títt, hvað þeir myndu gera, ef nokkur kona leyfði sér að viðhafa fleiri orð eða setja sig á hærri hest en þeim sjálfum væri geðfellt. Hann var búinn að vera kvæntur í eitt ár; og þó var honum ekki runnin reiðin eftir nýafstaðnar orðasenn- ur við Blodwen. Ja, þvílíkt og ann- að eins, aldrei hafði honum komið til hugar, að nokkur kvenmaður gæti breytzt svo mjög. Jafn meyr og blíðlynd og hún var, áður en þau giftust. ... Ójá, en hann skyldi nú samt sýna henni.... Og Gomer þrammaði við hlið félaga sinna á járnuðum stígvélunum eftir stein- stéttinni, með þrjózkulega festu í hverju spori. Þeir voru komnir niður hlíðina, og þegar þeir nálguðust skuggaleg- ar kofaraðirnar, sem þorpið þeirra var orðið til úr, skildu leiðir þeirra og hver hélt heim til sín. Gomer átti heima í yztu röðinni, sem teygði sig upp í grágræna hlíðina. Við enda þessarar raðar stóð hús, eitt sér, og þar bjuggu vélstjórinn og kona hans. Eyðileg, gróðurlaus hlíðin reis brött fyrir ofan það. Gomer varð að fara framhjá sínu eigin hreysi á leið upp til hússins. Það var sólbjart og hlýtt síðdegi að sumarlagi. í lognkyrru loftinu hvíldi mjúklegt mistur. Gomer óskaði, að hér í þessum hluta Wales væri einhvers staðar skugga- sæl skógargata með tærum, niðandi fjallalæk í nánd. Þá skyldi hann ganga eftir henni í ró og næði í kvöld. En það var ekki því að heilsa — þegar hann hefði matazt og baðað sig, gæti hann hvergi fengið sér göngu nema milli götuhom- anna, úti á torginu, ef torg skyldi kalla, eða þá uppi í óaðlaðandi, gróðurlausum hlíðunum. Ó, þetta líf! Gomer andvarpaði. Sama sag- an dag eftir dag. Niður í námuvítið, upp aftur, matur, bað, rifrildi við Blodwen, hurðaskellir og síðan ein eða tvær dauðleiðinlegar klukku- stundir í slitróttum og ómerkileg- um samræðum við þá, sem einnig héldu sig á götuhornunum, og að lokum heim til Blodwen aftur, sem enn var jafnygld á svipinn og þeg- ar út var farið. Hann ræskti sig og spýtti, áður en hann opnaði garðshliðið. Já, hann var nú búinn að þola henni nóga ólund og vonzku, og ef hún vildi láta til skarar skríða, þá stóð ekki á honum. Hún skyldi bara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.