Dvöl - 01.10.1939, Síða 26
264
Hún færðist nær stólnum, sem
hann sat i — en lézt vera að svip-
ast um eftir einhverju á arinhill-
unni.
„Þú ert lagleg í kvöld,“ sagði
hann. Og allt í einu teygði hann
sig út fyrir stólinn og greip hana.
Hún veinaði upp yfir sig; svona
leikaraskap kærði hún sig ekki um,
þegar hún var komin í bezta silki-
kjólinn sinn. En hann hélt henni
fastri og við það varð hún að sætta
sig. Svo hvíslaði hann nokkrum
orðum í eyra hennar. Skyndilega
vatt hún sig lausa og sló hann utan
undir. Hann stökk á fætur. Andlit
hennar og grannur, stífur hálsinn,
voru sett rauðum flekkjum.
„Já, einmitt," sagði hún og greip
andann á lofti, „einmitt! Ósvífni
dóninn þinn. Hvað heldurðu eigin-
lega, að ég sé? Viltu gera svo vel
að minnast þess, að ég er eigin-
konan þín. Ég skal kenna þér að
bera virðingu fyrir mér, Gomer
Vaughan." Þrátt fyrir allt var
undirstraumur ótta í fyrirlitn-
ingar- og reiðirausi hennar.
En nú var kviknað í honum.
Hann hallaði sér fram, augun glóðu
og hann hrópaði:
„Það er nú einmitt það, mín á-
gæta frú. Ég er sem sé mæta vel
minnugur þess, að þú ert eigin-
konan mín. Taktu nú eftir. Ég er
búinn að fá nóg af skömmum þín-
um og fýlusvip. Ég ræð ekki meiru
í þessu húsi en þótt ég væri leigj-
andi. Nú gerir þú eins og ég segi
þér.“
D VÖL
„Aldrei!“ æpti hún. „Aðra eins
svívirðu hefi ég aldrei heyrt.“
„í hverju er sú svívirða fólgin?“
spurði hann æfur. „Þú sérð mig,
er það ekki, þegar ég þvæ mér?“
Nú hörfaði hún undan honum,
bersýnilega óttaslegin.
„Aldrei hefi ég heyrt annað
eins!“ sagði hún. f andlitsvöðva
hennar kom kipringur, en augna-
ráðið var eins og hún stæði and-
spænis vofu. „Aldrei. Konan er
öðruvísi en maðurinn.... Og al-
drei horfi ég á þig. ... ekki á þenn-
an hátt.“
Hann þokaðist nær henni. Hún
sá tekna ákvörðun brenna í augum
hans. Með snöggri hreyfingu þaut
hún út úr herberginu, og hann varð
of seinn á sér að hefta för hennar.
Hún var komin út úr húsinu. Hann
heyrði útihurðinni skellt.
III
Hann gekk þess ekki dulinn,
hvert hún hefði flúið. Tvisvar áð-
ur, þegar í hvað harðast hafði sleg-
ið milli þeirra, hafði hún hlaupið til
móður sinnar, frú Hopkins, sem var
ekkja og rak sælgætisverzlun. Og
svo eftir stundarkorn hafði frú
Hopkins komið „til þess að minn-
ast á það við hann“. Án efa kæmi
hún í kvöld. Hann hataði hana.
Hún kom að hálftíma liðnum.
Jafnskjótt og Gomer sá föla, stóra,
grimmdarlega andlitið hennar birt-
ast í dyrunum, spennti hann að sér
beltið og setti fram hökuna.
„Veiztu, hvaða fréttir Blodwen