Dvöl - 01.10.1939, Blaðsíða 31
Og margt á austrið enn af dýrum gripum,
sem ögra þeim, er leysir vararband.
Enn sigla skáld og hetjur hvítum skipum
að herja á Bjarmaland.
Þeir leita þess í stefnum lífs og störfum
og striði þvi, er sál í leyndum á.
Með tamdrar handar lag á erfðum örvum
þeir óskasigrum ná.
Þú heyrir bárur hvísla létt á sandi
í hjúpi bláum fjarskans töfralíns.
Þœr flytja lífsins boð frá Bjarmalandi,
sem biður manndóms þins.
Þótt bólgni hrönn og brjóti á öldustokknum,
hún bugar aðeins þann, er óttast grand.
Og viltu þá ei verða einn í flokknum,
sem vinnur. Bjarmaland?
Viðbúna&ur
Sláið fram úr i dag, því að heyskap er hœtt.
Gefið hrífum og orfum sinn frið.
En i kingum mín hús verði hreinsað og bœtt,
vegna hennar, sem búizt er við.
Gjörið laglega braut, hreinsið lausmöl og grjót,
svo að leiðin sé augunum þekk,
og hún steyti hér ekki við steini þann fót,
er um strœtin í borginni gekk.
Gjörið frítt, gjörið breitt þetta heimreiðarhlið,
til þess húrí fari brosleit þar inn.
Lagið grjótið í stéttunum gaflana við,
að hún gangi þar auðnuveg sinn.
Burstið veggi og þak, hreinsið vel sérhvern stað
og úr varpanum allt, sem er laust,
til þess kveðjan sé góð, er hún kemur i hlað,
-------ef hún kemur þá nokkuð í haust.