Dvöl - 01.10.1939, Qupperneq 39
D VÖL
277
En þá kom það í ljós, að Finnlend-
ingum (þ. e. sænskum Finnlend-
ingum, var manns vant. Þeir voru
þarna í standandi vandræðum. Þá
gekk Sillanpáá fram á vígvöllinn.
Hann gekk í flokkinn, lagðist í eins
og akkeri og dró af öllum skrokk-
styrk sínum og allri sinni sisu! Ég
sé hann fyrir mér, þar sem hann
bakverpist með grófan kaðalinn
brugðinn um sig miðjan og fæt-
urna eins stöðuga á þilplönkunum
eins og hann stæði báðum fótum í
finnlenzkum akri. Yfir öllu skein
miðsumarssól Norður-Atlantshafs-
ins. Og svitinn bogaði af Sillan-
páá.
En viti menn! Hver skyldi vinna
reipdráttinn nema flokkur Sillan-
páás. Og ég hygg, að ég viti hvers
vegna. — Það var af því, að finnsk-
ir og sænskir Finnlendingar lögð-
ust á eitt! “
Finnlendingar eiga enn einu
sinni í styrjöld við erfðaóvin sinn,
Rússann.
Ef til vill getur það vakið spurn-
ingar og gefið tilefni til athuga-
semda, að svo skyldi einmitt bera
við, að um sama leyti og frelsi og
tilveru hins unga, finnska ríkis
var ógnað, hlaut einn af landsins
sonum þá mestu sæmd, er manni
í hans stöðu getur hlotnazt. Segja
má, að með þessu sé finnsku þjóð-
inni auðsýnd sérstök samúð í
hörmum hennar. En nú er það á
hinn bóginn vitað, að það var eitt
jl^af því, er koma skyldi, að Sillan-
páá fengi Nobelsverðlaunin. Út frá
því sjónarmiði verður þannig litið
á málið, að þau hafi einmitt komið,
þegar Finnlendingum „reið allra
mest á“.
Það getur því naumast talizt
reginfirra, að draga þá ályktun af
framansögðu, að þessi merkis-
viðburður í lífi Sillanpáás hafi
hernaðarlega þýðingu fyrir þjóð
hans. Að hann opni enn betur augu
allra Finnlendinga fyrir þeirri
staðreynd, að þeir berjast ekki ein-
vörðungu fyrir eigin fjöri og frelsi,
heldur jafnframt fyrir framtíð
finnskrar þjóðmenningar.
Þannig leggst Sillanpáá enn af
öllum sínum þunga og styrk í
reipið. Og flestir þeir, sem eiga
honum þakkarskuld að gjalda fyrir
hans góðu sögur, óska þess af al-
hug, að flokkur hans sigri.
Vegna þess, að ég hefi ekki átt þess
kost að lesa eina af þeim skáldsögum
Sillanpáás, sem hér er getið, þá, sem á
sænsku heitir „Det fromma elándet", vil
ég taka það fram, að það, sem hér er um
hana sagt, byggist á ummælum sænska
rithöfundarins Sven Stolpe um hana.
L. Har.
Grein þessi kemur í stað greinar, sem
ætlað var að kæmi í þessu hefti um
Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseta.
Þykir vel við eiga að fræða íslenzka les-
endur um þennan fræga son Finnlands.
En það land og hin hrausta þjóð er það
byggir, má segja að fylli nú hugi manna
daglega um allan heim. Og aldrei í sögu
íslands hefir komið eins glöggt fram í
verki samhugur íslendinga með nokkurri
erlendri þjóð, eins og hann kemur fram
gagnvart Finnum nú þessar vikurnar.