Dvöl - 01.10.1939, Qupperneq 41
D VÖL
279
þrátt fyrir þennan grimmilega að-
skilnað, að hún væri honum ennþá
einlæglega vinveitt.
Hik hans við að beina fallbyss-
unum að virkisveggjunum var ó-
skiljanlegt þeim, sem ekki þekktu
fjölskyldusögu hans. Hann sló sér
upp herbúðum á völlunum norðan-
megin kastalans (sem fyrir þá sök
hafa borið nafn hans síðan), og
hélt þar kyrru fyrir þangað til hon-
um datt í hug að senda sendiboða
með bréf til Önnu systur sinnar,
þar sem hann bað hana heitt og
alvarlega að læðast út úr kastal-
anum um syðra hliðið, af því að
hann mæti líf hennar svo mikils,
og halda í suðurátt, þar til hún
kæmi að bústað nokkurra vina, er
hann átti þar.
Skömmu síðar sá hann, sér til
mikill undrunar, að framundan
framvegg kastalans kom kona ríð-
andi á hesti, með einum fylgdar-
manni. Hún reið beint af augum
fram á vellina, þar sem herbúðir
hans voru. Hún var komin mjög
nærri, þegar hann þekkti, að það
var Anna systir hans, og varð hon-
um mikið um, að hún skyldi hætta
á útgöngu frammi fyrir hersveit-
um hans, án þess að vita um fyrir-
ætlanir þeirra; og fyrsta árásin gat
hafizt á hverri stundu og tor-
tímt henni varnarlausri.
Hún fór af baki áður en hún var
komin fast að honum, og hann sá,
að þótt gamalkunnugt andlit henn-
ar væri fölt, var það þó alls ekki
með tárum, eins og það myndi hafa
verið áður fyrr. Sannast sagt, ef
trúa má frásögn fyrri tíma, var
hann tárum nær af kvíða hennar
vegna. Hann kallaði á hana inn
í tjald sitt, frá augliti þeirra sem
stóðu umhverfis, því að þótt marg-
ir hermannanna væru heiðarlegir
og alvarlega hugsandi, gat hann
ekki þolað, að hún, sem hafði verið
ástkær félagi hans í bernsku, yrði
að þola forvitnisaugu þeirra i þess-
ari miklu sorg sinni.
Þegar þau voru orðin ein í tjald-
inu, faðmaði hann hana að sér, því
að hann hafði ekki séð hana síðan
í byrjun ófriðarins — á þeim á-
hyggjulausu tímum, þegar hann
og maður hennar höfðu verið sama
sinnis um gjörræði konungs, og
ekki látið sér til hugar koma að
þeir myndu verða andstæðingar.
Hún var rólegri en hann, að því er
sagan segir, og fyrri til að tala í
samhengi.
„William, ég er komin til þín,“
sagði hún, „en ekki til þess að
bjarga sjálfri mér, eins og þú
heldur. Hvers vegna, ó, hvers vegna
heldurðu áfram að styðja þennan
ólöglega málstað og valda okkur
svo mikillar sorgar?“
„Segðu ekki þetta,“ svaraði hann
fljótt. „Ef sannleikurinn er falinn
á botni brunnsins, hvernig getur
þú þá vænzt þess, að rættlætið riki
á hærri stöðum? Ég fylgi réttlæt-
inu, hvað sem í veði er. Anna, yfir-
gefðu kastalann; þú ert systir mín;