Dvöl - 01.10.1939, Blaðsíða 42

Dvöl - 01.10.1939, Blaðsíða 42
280 komdu, elskan mín, og bjargaðu lífi þínu.“ „Aldrei!“ sagði hún. „Ætlarðu í raun og veru að hefja þessa árás og beina skotum þínum að kastal- anum?“ „Vissulega er það ætlun mín,“ sagði hann. „Hvað táknar þessi her umhverfis okkur, ef ekki það?“ „Þá muntu finna bein systur þinnar grafin í rústunum," sagði hún. Og án þess að mæla frekar, sneri hún sér á hæl og fór. „Anna, — vertu hjá mér,“ sagði hann í bænarróm. „Blóð er þykkara en vatn, og hvað er sameiginlegt með þér og manni þínum nú?“ En hún hristi höfuðið og vildi ekki hlusta á hann. Hún flýtti sér út, fór á bak hestinum og sneri aftur til kastalans, sömu leið og hún hafði komið. Ó, marga stund hefir mér orðið hugsað til þessa atviks, þegar ég hefi verið á veið- um á þessum völlum. Þegar hún var komin af völlun- um upp brekkuna og bak við virkið, svo að hann gat jafnvel ekki séð endann á hvítu taglinu á hryssunni hennar, varð hann miklu áhyggju- fyllri út af velferð hennar en hann hafði verið á meðan hún stóð frammi fyrir honum. Hann átaldi sig harðlega fyrir, að hann skyldi ekki hafa haldið henni eftir með valdi, svo að hún væri undir vernd hans, hvað sem fyrir kæmi, en ekki eiginmanns síns, sem var svo fljót- fær og áhrifagjarn, lét leiða sig til að styðja ýmist þennan málstað D VÖL eða hinn, og skorti það jafnvægi og þá dómgreind, sem þurfti til að vernda konu á þessum erfiðu tím- um. Bróðir hennar hugsaði um orð hennar aftur og aftur, andvarpaði og hugleiddi jafnvel, hvort systir væri ekki meira virði en málstaður eða grundvallarregla, og hvort hann hefði ekki breytt réttar og eðlilegar, ef hann hefði lagt hlut sinn á vogarskál hennar. Sagan segir, að hik umsáturs- manna við að ráðast á kastalann hafi einungis stafað af þessum hugleiðingum foringjans, sem hélt kyrru fyrir, lét gera nokkrar reikul- ar tilraunaárásir og samdi við markgreifann, sem þá réði kastal- anum, þótt hann væri langtum liðfærri. Honum kom aldrei til hugar, að einmitt um sama leyti væri unga frú Baxby, systir hans, í mjög svipuðu hugarástandi. Hin gamalkunna rödd og augu bróður hennar, þreytuleg af stríðs- og fjölskylduáhyggjum, sem þessi ó- gæfusami ófriður hafði valdið, stóðu henni fyrir hugskotssjónum allan daginn, og eftir því sem degi hallaði, varð hún æ þingsinnaðri í skoðunum, þó að öll rök, sem hnigu í þá átt, væru fjölskyldulegs eðlis. Eiginmaður hennar, Baxby lá- varður, hafði verið væntanlegur heim allan daginn úr leiðangri sín- um í austurhluta héraðsins, því að honum höfðu verið sénd skilaboð um það, sem gerzt hafði heima, og um kvöldið kom hann með mikinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.