Dvöl - 01.10.1939, Side 59

Dvöl - 01.10.1939, Side 59
D VÖL sláttur og dans. Fullar vínkönnur gengu manna á milli. Unga fólkið dansaði og daðraði og dansaði svo áfram. Hljómsveit þorpsins lék vínarvalsa, svo að svitinn bogaði af andlitum leikaranna. Litlu tré- borðin voru hlaðin glösum og reykj - arpípum, og loftið undir dauflit- uðum ljóskerjunum var mettað tóbaksreyk. Úti á svölunum var hægt að anda að sér hreinu lofti, og þar sat unga fólkið og horfði á mánann, sem gægðist gulur og kringluleitur upp yfir Vínarskóg- inn. Þarna úti, í þessu kyrra og milda kvöldlofti, reyndi Max að skýra Önnu frá því, hve heitt hann elskaði hana. Svitadroparnir sátu eins og perlur á sólbrenndu andliti hans, meðan hann barðist við að koma orðunum út. Hin leiftrandi, bláu augu Önnu gáfu ekkert svar, en leyndardómsfullt bros lék um rauðar varir hennar. Max þrýsti sér nær henni og hóf því næst bón- orð sitt að nýju. Hann vissi raunar, að hann var miklu eldri en hún, en hann hafði trygga atvinnu og myndi geta látið henni í té gott heimili. Hann var hvorki eins ungur né ásjálegur og keppinautur hans, hinn hávaxni, ljóshærði Ottó, sem var hringjari við litlu kirkjuna niðri í þorpinu, en hann var skynsamari og hafði meiri lífsreynslu. Hann var heldur ekki jafn fyndinn og skemmtilegur eins og Hermann, sem Anna fór svo oft með í gönguferðir, en aftur á móti var hann ekki jafnléttúðug- 297 ur og laus í rásinni og þessi ungi maður. Max bauð Önnu hjarta sitt og allt það, er hann átti, og hann féll á kné fyrir framan hana, en bláu augun hennar undir hvelfda, ljósa enninu, lofuðu engu — þvert á móti leituðu þau til manns, sem kom gangandi í áttina til þeirra. Max stóð upþ, bölvaði í hljóði og horfði á eftir Ottó, sem leiddi hana með sér inn í danssalinn. Síðar um kvöldið, þegar hann var orðinn dálítið óstyrkur á fótunum, slagaði hann að borðinu til þeirra og bauð henni í dans. Honum til mikillar undrunar yfirgaf hún Ottó samstundis og dansaði við hann. En hún yfirgaf hann fljót- lega aftur, í þetta skipti til þess að dansa við Hermann, en Max sætti sig vel við það; hún hafði lofað að hitta hann næsta kvöld. Síðar komust þeir Max og Ottó á snoðir um, að hún hafði gefið þeim báðum sama loforðið, og þá fyrst tóku þeir að hatast af öllu hjarta. Nú fengu kjaftakindur þorpsins nóg umræðuefni, því að báðir hringjararnir heimsóttu Önnu leynilega, en heimsóknir þeirra beggja voru undirbúnar af hinum nýja vini hennar, Hermanni. Klukkurnar í báðum kirkjunum tóku nú að keppa og reyndu að yfirgnæfa hvor aðra. Jafnskjótt og klukkan í Theresiu-kirkjunni byrjaði að hringja, tók litla klukk- an niðri í þorpinu fram í, og reyndi að eyðileggja áhrifin. Ef litla klukkan byrjaði á undan, þá tók

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.