Dvöl - 01.10.1939, Page 65

Dvöl - 01.10.1939, Page 65
D VÖL 303 og erfið skuld,“ segi ég og verð enn alvarlegri. „Á jörðinni er eng- inn, sem veit, hvernig ég á að greiða hana. Ég hélt, að þið vissuð það hér uppi á himnum.“ „Já, það vitum við líka vel,“ seg- ir faðir minn, og tekur hlutina léttilega, eins og hann er vanur. „Það verða einhver ráð við þess- um áhyggjum þínum. Þú skalt ekki vera hrædd, barnið mitt.“ „Já, en það er ekki allt búið enn,“ segi ég. „Ég er einnig í skuld við alla þá, sem hafa talað og ritað móðurmálið og gert úr því gott verkfæri og kennt mér að nota það. Og er ég ekki í þakkarskuld við alla þá, sem hafa ort og skrif- að á undan mér, þá, sem hafa gjört það að fagurri list að segja frá örlögum manna, þá, sem hafa farið á undan og vísað veginn? Er ég ekki á margan hátt i skuld við þá, sem voru brautryðj endur í heimi skáldskaparins, þegar ég var ung: Meistararnir frá Noregi og Rússlandi? Er það ekki ógreidd skuld, að ég hefi verið svo ham- ingjusöm að lifa á þeim tímum, þegar skáldskapur föðurlandsins hefir blómgazt fegurst, að ég hefi séð Marmarakeisara Rydbergs, skáldskaparheim Snoilskys, Skerja- garð Strindbergs, Þjóðlíf Geijer- stams, leiklist Tor Hedberg, nú- tímafólk Ame-Charlotte Edgrens, Ljóð Helene Nybloms, Austurlönd Heidenstams, hina lifandi sögu Sophie Elkans, Vermalandskvæði Prödings, Líkingar Levertins, Thanatos Hallströms og Dala- bændamyndir Karlfeldts og svo margt annað koma fram, ungt og nýtt, eggjandi til hetjudáða og frjóvgandi fyrir hugmyndalífið?“ „Já, það er rétt,“ segir faðir minn, „þú skuldar mikið, en það verða einhver ráð með það.“ “Ég held þú gerir þér ekki fylli- lega ljóst, hvað þetta er alvarlegt, faðir minn,“ segi ég. „Þú hefir líklega ekkert hugsað um, að ég stend líka í skuld við lesara mína. Hve mikið má ég ekki þakka þeim, allt frá hinum gamla konungi og hans yngsta syni, sem sendu mig út í rannsóknarferð til Suðurlanda, og til litlu skólabarnanna, sem eru þakklát fyrir Njál þumlung? Hvað hefði orðið úr mér, ef menn hefðu ekki viljað lesa bækur mínar? — Þú mátt heldur ekki gleyma þeim, sem hafa skrifað um mig. Hugsaðu þér hinn mikla danska bókmennta- fræðing, sem útvegaði mér vini um allt land sitt aðeins með nokkrum orðum! Og hugsaðu um hann, sem nú er látinn, sem blandaði drykk sinn með súru og sætu af meiri list en nokkur annar hefir gert hér á undan honum! Hugsaðu þér alla þá, sem hafa unnið fyrir mig í öðrum löndum! Ég skulda mikið, faðir minn, bæði þeim, sem hafa hrósað verkum mínum og þeim, sem hafa fundið að þeim.“ ■ „Já, einmitt það,“ sagði faðir minn, og mér finnst hann ekki vera jafnrólegur lengur. Hann er víst farinn að gruna, að það verður

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.