Dvöl - 01.10.1939, Qupperneq 70

Dvöl - 01.10.1939, Qupperneq 70
308 D VÖL við mættum á veginum, litu við og hlógu á eftir okkur. Og gamlar kerlingar hristu höfuðin, því að það var þeirra hlutverk. Undir kvöldið náðum við loks til þorpsins. Ég segi ekki til nafns þess, því að ef til vill lifir þar einhver, sem ekki geðjaðist að framferði okkar. Við vorum í ljómandi skapi! Við vorum hungraðir og fórum beina leið á fínasta veitingahús staðarins, syngjandi og hlæjandi — það var hátíð, það var vor — lífið var okkur undirgefið og lagaði sig mjúklega að vilja okkar! Framtíðin var okk- ar — og svo var þar að auki vor með hvítum skýjum og lævirkjum í loftinu. Drottinn minn — ég held ég hafi gleymt að segja frá því, að við vor- um nákvæmlega tiu unglingar í hópnum. Einn okkar hafði erft 500 krónur. Nefnilega 50 krónur í hlut. Hafa nokkurn tíma fyrirfundizt jafn vellríkir miljónamæringar? Áreiðanlega ekki. Við gengum fylktu liði og syngj- andi inn í borðsalinn og átum — sungum og átum af þeirri lyst, sem þriggja mílna gönguför getur veitt ungum, heilbrigðum stúdentum. Fólk við hin borðin hló að okkur, skálaði við okkur, og við húrruðum fyrir öllum góðum og glöðum manneskjum. En allt í einu kemur veitinga- maðurinn inn, náfölur af reiði. Hann vill ekki hafa neina öskur- apa í borðsal sínum. Hann vill hafa hljótt. Við þögnuðum. Við horfðum á hann og könnuö- umst við hann. Hann hafði verið veitingaþjónn í Uppsölum og síðan bryti einhvers staðar annars staðar. Hann hafði alltaf haft horn í síðu stúdenta, því að hann hafði unnið í veitingahúsum, þar sem borgarar voru tíðastir gestir. Við könnuð- umst allir við hann. Jóhann Ágúst og Ernst Konjak höfðu lent í harki við hann. Það sljákkaði í okkur, það er augljóst! En við töluðum upphátt saman og hlógum. Við tókum ekk- ert tillit til veitingamannsins, ef til vill af ungæðishætti. Við fórum fram í veitingasalinn og drukkum púns. Fyrir áhrif púns- ins urðu hlátrasköllin líklega dá- lítið háværari en þau hefðu átt að vera. Tal okkar var eins og ungra stúdenta er yfirleitt, og ég skal ábyrgjast, að við trufluðum engan nema veitingamanninn, sem við hefðum ekki þurft að trufla, ef hann hefði átt snefil af kímni. Borðið okkar var beint á móti innganginum í veitingasalinn og inngangurinn var löng göng, með gólfdregli, sem þakti þau alveg, bæði á breidd og lengd. í þessum göngum gekk veitinga- maðurinn óstyrkur um gólf og gaf okkur nánar gætur í hvert sinn, er hann spígsporaði i áttina til okkar. Hann átti sýnilega von á, að við gleymdum okkur og færum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.