Dvöl - 01.10.1939, Page 76

Dvöl - 01.10.1939, Page 76
314 DVÖL Sverrir Áskelsson: Öll heimsins dýrð er fallTÖlt Við knœpunnar ðorð situr ðrosandi snót og blómleg í vexti, en sólgyllt á hár, með ávalar mjaðmir og eggjandi fót, og augu jafn fögur sem himinninn blár. Hún laðar. og seiðir, — hún lokkar og veiðir, eins og Ijós tœlir flugu í brunann, sem eyðir. Þar kemur einn blíðmáll og beygir sig nett. Hann býður. í dansinn og svífur af stað. Að brjósti sér meyjunni þrýstir hann þétt, hún þrýstir á móti og leggur sig að. Þau augunum lygna — og Ijúflega svigna, eins og laufið á trjánum, er byrjar að rigna. Senn dansinn er úti og haldið er heim, þá hviskrað í laumi er, beðið og þráð. Ég söguna þarf ei að segja af þeim, þar sœmir helzt þögnin, ef betur er gáð. Og árin þau liða, — en alltaf er blíða og ást hennar föl þeim, er kallinu hlýða. En blóminn hann fölnar og fegurðin dvin, en fóturinn gildnar og missir sitt lag, og mjaðmirnar þyngjast, en þrifleg og fín er samt þessháttar snót fram á síðasta dag. En ástin er flúin — og likaminn lúinn, og leitandi sveinn hver á burtu er snúinn. Sú œfi er tómleg, sem ekkert fær veitt og ömurlegt líf þess, er hvergi fœr náð. Loks gengur. hún hljóðlát með hjarta svo þreytt að húsi þess guðs, sem við öllu kann ráð. Þar sjást nokkrar hrœður, — en systur og brœður þar syngja um náð þess, er lífinu rœður.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.