Dvöl - 01.10.1939, Qupperneq 79

Dvöl - 01.10.1939, Qupperneq 79
D VÖL 317 garðsins ríkti ennþá vetur. Það var hornið, sem fjærst var, og þar stóð lítill drengur. Hann var svo lítill, að hann náði ekki upp í greinar trésins, og hann reikaði umhverfis það og grét beisklega. Vesalings tréð var ennþá þakið ísi og snjó og Norðanvindurinn æddi og buldi umhverfis það. „Klifraðu upp, litli drengur," sagði tréð, og það sveigði greinarnar eins langt niður og það gat; en drengurinn var of lítill. Risinn komst við, þegar hann leit út. „En hvað ég hefi verið eigingjarn!“ sagði hann; „nú veit ég, hvers vegna vorið vildi ekki koma hingað. Ég ætla að lyfta drengnum litla upp í tréð og svo ætla ég að brjóta niður múrvegg- inn og garðurinn minn á að verða leikvöllur barnanna héðan í frá.“ Hann var sannarlega mjög hrygg- ur yfir því, sem hann hafði gert. Síðan gekk hann ofan stigann, opnaði aðaldyrnar mjög varlega og gekk inn í garðinn. En þegar börn- in sáu hann, urðu þau svo hrædd, að þau lögðu á flótta öll saman út úr garðinum. Og veturinn kom þangað aftur. Litli drengurinn var eina barnið, sem ekki fór, því að augu hans voru full af tárum, svo að hann sá ekki til Risans, þegar hann kom. Og Risinn læddist til hans, tók hann vingjarnlega í fangið og lyfti honum upp í tréð. Og tréð blómgaðist samstundis, fuglarnir komu, settust í það og fóru að syngja. Litli drengurinn rétti út báðar hendurnar, vafði þeim um hálsinn á Risanum og kyssti hann. Og þegar hin börnin sáu, að Risinn var ekki vondur lengur, komu þau aftur hlaupandi og með þeim kom Vorið. „Nú eigið þið þennan garð, litlu börn,“ sagði Risinn. Hann tók sér í hönd stóra öxi og braut niður múrvegginn. Og þegar fólkið fór á sölutorgið um tólfleytið, sá það, að Risinn var að leika sér við börnin í þeim fegursta garði, sem það hafði nokkru sinni séð. Allan daginn léku þau sér og um kvöldið komu þau til Risans, til þess að kveðja hann. „En hvar er litli félagi ykkar?“ spurði hann, „litli drengurinn, sem ég lyfti upp í tréð.“ Risanum þótti vænst um hann, af því að hann hafði kysst hann. „Við vitum það ekki,“ svöruðu börnin, „hann er farinn.“ „Þið eigið að segja honum, að hann verði að vera áreiðanlegur og koma á morgun,“ sagði Risinn. En börnin sögðu, að þau vissu ekki, hvar hann byggi, og að þau hefðu aldrei séð hann áður; og Risinn varð mjög hryggur. Á hverju kvöldi, þegar skólinn var búinn, komu börnin og léku sér með Risanum. En litla dreng- inn, sem Risinn elskaði, var nú hvergi að finna. Risinn var mjög góður við öll börnin, en hann saknaði fyrsta, litla vinar síns og talaði oft um hann. „En hvað mig langar til að sjá hann,“ var Risinn vanur að segja.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.