Dvöl - 01.10.1939, Blaðsíða 81

Dvöl - 01.10.1939, Blaðsíða 81
DVÖL 319 Gísli á Eiríksstöðum, hinn kunni hag- yrðingur, kvað þennan fyrrihluta: Margur sýpur heimsku hrönn, hjartað klípa syndir. Ólína bætti við: En oftast slipar tímans tönn tízku skrípamyndir. Ólína kvað við tilhaldssama konu: Þig hefir tál og tízka villt til að mála kinnar. En gættu að prjálið geti ei spillt göfgi sálar þinnar. Björn Jakobsson á Kroppi og Kristleifur Þorsteinsson voru ásamt fleirum á ferð í bíl á ósléttum vegi. Þá varð Birni að orði: Bíllinn hossast undir oss, enginn kossafriður. En Kristleifur svaraði strax: Ástarblossi er aðeins kross, ef hann fossar niður. Síöastliðið vor fóru Snæfellingar og Dalamenn hópferð á vegum búnaðarsam- bandsins sem leið liggur alla leið austur í Rangárvallasýslu. í hófi sem þeim var haldið í Þrastalundi af Kaupfélagi Árnes- inga og Mjólkurbúi Plóamanna, þakkaði Þorsteinn Þorsteinsson sýslumaður, í ræðu, forstjóra fyrirtækjanna, Agli Thorarensen, fyrir ágætar móttökur — en gat þess í ræðulok, að hann hefði nú á sínum tíma vígt þau hjónin, Egil og frú hans. — Þá kvað Kristján Breiðdal, sem nú er bóndi og skáld á Jörfa: Látið heldur helgan klerk hjónabandið saman snúa. Þetta’ eru bara Þorsteins verk, á þau er ekki hægt að trúa. Einar Friðriksson kvað þessar visur á skipi úti af Meðallandi, er hann horfði á síðasta Vatnajökulsgosið: Svell af lindum leysast öll, lýsir um duldar gættir. Elda kynda upp um fjöll íslands hulduvættir. Jörðin skelfur, grjót og glóð gýs úr tindum háum logaelfu fljótaflóð fram af rindum smáum. Eftirfarandi visur skrifaði Jónas Þor- bergsson í gestabók Ferðafélagsins i Kerl- ingarfjöllum einn fagran morgun síðast- liðið sumar: Þessa landsins mestu mynd mátti ég feginn skoða, fjöllin vakin tind af tind töfrum morgunroða. Og þessa sléttubandavísu: Jökla-bungur hefjast hátt heiðum slungnar ljóma. Hökla-tungur leiða lágt landsins þunga dóma. Klemenz Samúelsson orti 1 haust: Úti kallar ýlustrá, allt má falli hlíta. Sumri hallar, fjöllin fá faldinn mjalla-hvíta. Bjarni Ásgeirsson var eitt sinn á ferð í Skaftafellssýslu. Varð þá tíðrætt um það, að furðu margir íbúar sýslunnar væru dökkeygir, og var um kennt, eða þakkað, skipbrotsmönnum þar á sönd- unum. Þá varpaði Bjarni fram vísu: Bylgja margan bar á sand beint að faðmi svanna, — eru og víða um okkar land augu skipbrotsmanna. Jónas eldri frá Hofdölum hafði verið orðaður við kvenmann, en vildi ekki við kannast: Lífs um vegi ég leik mér glatt, létt er þvegin slóðin, en þetta eigi samt er satt, sem að fleygir þjóðin. Sr. Tryggvi á Mælifelli kvað eftirfar- andi vísu í orðastað nágrannastúlku sinn- ar, er fór að hausti í hverja réttina eftir aðra, til þess að njóta samfunda við pilt, er hún var hrifin af: Rauður minn fer sprett i sprett, sprettinn þola má hann, því að ég fer rétt úr rétt, rétt til þess að sjá hann. Gísli Ólafsson á Eiríksstöðum er sagður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.