Dvöl - 01.10.1939, Síða 83

Dvöl - 01.10.1939, Síða 83
DVÖL 321 Bókafregnir Eva Curie: Frú Curie. Æfi- saga. íslenzkað hefir Kristín Ólafsdóttir lœknir. ísafoldar- prentsmiðja h.f. Rvík 1939. Þau orð falla ósjaldah í garð þeirra manna, sem um nýjar bækur skrifa í blöð og tímarit, að dómum þeirra sé lítt treyst- andi. Þeir séu keyptir til þess að hrósa hverju kveri, sem út kemur, hversu ó- merkilegt og fánýtt sem það er, og séu því engu síður villuljós en leiðarstjörnur þeirra bókamanna og lestrarfélaga, sem skortir getu eða löngun til þess að kaupa hvað eina, en æskja nokkurrar leiðsögu til þess að geta fleytt rjómann af þeirri andlegu málnytu, sem útgefendur og bók- salar bera í trog sín. Því miður eiga þessar raddir oft tilverurétt um of, en sjaldnast mun þó mútum um að kenna, því að bóka- gagnrýnendur hérlendir munu naumast hafa af öðrum launum að segja en einu — og oftast óbundnu — eintaki bókarinn- ar, sem þeir skrifa um. Án efa er þessi gjaldmiðill álitinn nokkur trygging þess, að eigi sé lagður dómur á bókina óséða. Hvað þessum línum um „Prú Curie" viðkemur, er þó engin slík trygging fyrir liendi, þar sem þær eru ritaðar að útgef- anda forspurðum, enda eiga þær ekki að skoðast sem ritdómur og þaðan af síður auglýsing. Hún kæmi allt of seint til skjalanna, þar sem hvert einasta ein- tak bókarinnar er nú fyrir löngu selt. Á hinn bóginn virðist það ekki úr vegi, að tímarit, sem lætur sig bókmenntir ein- hverju skipta, bendi lesendum sínum á það helzta, sem út kemur á íslenzku, frum- samið eða þýtt. „Frú Curie“ er æfisaga heimsfrægrar konu, rituð af dóttur hennar, og er ein þeírra bóka, sem lagt hafa undir sig lönd og þjóðir, ef svo mætti að orði komast um bækur. Söguhetjan er pólsk kona, sem flyzt til Frakklands, stundar þar nám, giftist þarlendum manni og sezt að 1 París. Þau hjónin eru bæði vísindamenn og í öllu mjög samhent. í sameiningu tekst þeim að finna nýtt frumefni, ra- díum, sem mannkyninu hefir síðan reynzt veruleg hjálp I baráttunni gegn einum sinna torsigrandi óvina, krabbameininu. Frú Curie er eina mannveran, sem tvisv- ar á æfinni hefir hlotnazt sá heiður og sú viðurkenning, að fá Nobelsverðlaunin. Þýðingin er gerð af frú Kristínu Ólafs- dóttur lækni, sem nú er einn stórvirkasti þýðandi á íslenzka tungu. Þ. G. Dr. Alf Lorentz Örbeck: Fegr- un og snyrting. íslenzkað hefir Kristín Ólafsdóttir læknir. — H.f. Leiftur, Reykjavík. Svo gildur þáttur sem fegrun og snyrt- ing er í lifi allra menningarþjóða, má furðulegt heita, hve lítil rækt er lögð við að kenna einstaklingunum undirstöðuatr- iði þeirrar fræðigreinar, sem um þessi mál fjallar. Ef til vili er þannig litið á, að siðuðum manni eigi að vera sú gáfa meðfædd að hirða líkama sinn sómasam- lega, eins og honum sé áskapað að bera bitann að munni sér, þegar hann svengir. En ekki er vert að treysta því um of, að fegrunarþráin sé orðin okkur eðlishvöt; að minnsta kosti benda dæmin stundum til annars. Og því þá ekki að kenna þetta eins og allt annað? Hér á landi birta blöðin ráðlegginga- og fræðsluklausúr um þessi efni, og mun þetta venjulega samtíningur úr öllum áttum, misjafnlega samkvæmur skoðun- um þeirra, sem bezt deili vita á málunum,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.