Dvöl - 01.10.1939, Blaðsíða 86

Dvöl - 01.10.1939, Blaðsíða 86
324 D VÖL Stefan Zweig: Undir örlaga- stjörnum. Pjórar sögulegar smámyndir. Magnús Ásgeirs- son íslenzkaði. Menningar- og fræðslusamband alþýðu. — Reykjavík 1939. Stefan Zweig á bróðurhlutinn í þeirri bylgju hins erlenda bókahafs, sem í ár brotnar við strendur Sögueyjunnar, og ber það sízt að lasta. Æfisaga Marie Antoi- nette (sem þeir kalla nú reyndar Maríu Antoinettu hér á norðlægari breiddar- gráðum) kom út í haust og vakti fyrir margra hluta sakir athygli mikla: falleg bók, stór bók, dýr bók, — já, og svo góð bók í ofanálag. En um jólaleytið kom einnig út á ís- lenzku önnur bók eftir sama höfund, svo- lítið kver, sem nefnist „Undir örlaga- stjörnum. — Pjórar sögulegar smámyndir." í þessu kveri tekur Zweig fjórar örlaga- stundir veraldarsögunnar til athugunar, stingur þeim undir smásjá sögutúlkunar sinnar, varpar yfir þær töfrabirtu rit- snilldarinnar og býður lesandanum svo að koma og skoða. Pyrsta myndin er af „Veraldarmínútunni við Waterloo", þegar Napoleon mikli beið sinn endanlega ósig- ur. Önnur heitir „Angurljóð öldungsins" og er um elliástir Goethes og tilefni Marienbad-harmkviðunnar. Sú þriðja, „Fundið Eldorado“ sýnir gullæðið og ör- lög auðugasta manns í heimi, sem þó treður raunastigu betlarans og gengur bón- leiður tíl búðar hverju sinni. Pjórða mynd- in er af „Kapphlaupinu um suðurheim- skautið“, baráttu Scotts og félaga hans, sem þrátt fyrir hreysti sína og þrautseigju urðu að láta í minni pokann fyrir Amund- sen — og dauðanum. Ég ber harla lítið skyn á söguvisindi og má því söguritun Zweigs vel vera fals eitt og blekkingar fyrir mér, niðurstöður hans ramskakkar og fullyrðingarnar fleipur. En það breytir engu um bókina í mínum aug- um. Hún er engu síður stórbrotíð skáld- verk en sögurit, og þannig munu flestir njóta hennar. Og höfundinum tekst að gera niðurstöður sínar svo sennilegar, að hver sagnfræðingur, er telur sig vita betur en hann, verður að gera svo vel og þjálfa rithöfundar- eða mælskumannshæfileika sína rækilega, áður en hann leggur í að breyta skoðunum okkar á þessum fjórum örlagastundum mannkynsins, áhrifum þeirra og sambandi við fortíð og framtíð. Það mætti ef til vill segja sem svo, að eini íslenzki afkastamaðurinn í ljóðaþýð- ingum hefði annað þarfara að gera en þýða hina og aðra pésa í óbundnu máli. En enginn, sem les þessa bók, mun sjá eftir þeim tíma, sem Magnús Ásgeirsson eyddi í þýðinguna, þvi að hún er afburða. góð. Þótt ekki væri fyrir neitt annað en þýðinguna, er hreinasta nautn að lesa t. d. kaflann um Scott. „Undir örlagastjörnum" er ein minnsta bók ársins, aðeins 88 bls., en engu að síður ein bezta bók þess. Þ. G. Húsakostur og híbýlaprýði. Mál og menning gaf út. — Reykjavík 1939. í fáum efnum mun alþýða manna hafa verið jafn gjörsamlega ráðþrota á síðari árum eins og því, hvernig haga skyldi húsbyggingum og öðrum frágangi húsa. Gömlu torfbæirnir áttu sér fast form og þeim fylgdu húsgögn ákveðinnar gerðar, sem þróazt höfðu eftir umhverfinu í aldaraðir. En þegar tími torfbygginganna leið undir lok og timbrið og steinninn tóku við, komst allt á ringulreið, Hvorki leikir né lærðir kunnu að hagnýta sér þessi nýju byggingarefni svo að hagnýting gæti heitið. Við sjóinn risu upp heil þorp stíllausra og óþægilegra timbur- og sem- entshjalla, með tilsvarandi vanhæfum hús- gögnum. í kjölfar þessa fylgdu sveitirnar, sem eltu dyggilega ytri form og stærð kaupstaðarhúsanna, en létu sig litlu skipta allt, sem lýtur að þægindum innan húss, og heilsuöryggi íbúanna. Svo má segja, að millistríðatímabilið — frá 1918—1939 — hafi íslenzka þjóðín átt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.