Dvöl - 01.10.1939, Síða 87

Dvöl - 01.10.1939, Síða 87
D VÓL 325 í stöSugu stríði — við húsakost sinn. Það er ekki fyrr en á allra síðustu árum, sem almennt gefur að líta sómasamlega byggð hús, ef taka á tillit til ytri þokka, þæg- inda og heilsuöryggis íbúanna, hvort sem um er að ræða efstu eða neðstu hæðir. í sveitum gildir sama um húsgögnin, en í kaupstöðum hafa þau öllu meir nálgazt viðunanlegt horf, þótt raunar enginn húsgagnastíll við hæfi lágtekjuborgara hafi verið til. Orsakir þess, hve híbýlastríðiö á íslandi hefir orðið — og verður — langt og kostn- aðarsamt, bæði á fjármuni og fólk, eru margvíslegar. Vel menntir byggingameist- arar hafa fáir hér verið fyrr en á síðustu árum, og leit þeirra að sæmilegum húsa- stil hefir stundum orðið byggjendunum dýrkeypt viðleitni. En það, sem mestu mun hafa ráðið í þessu efni, er sú hörmulega vanþekking, sem ríkjandi er meðal alls almennings í þessum efnum. Þeir, sem reisa vildu hús, vissu oftast ekkert um þau nema nafnið tómt — og svo er víða enn. Þaö eru teljandi greinarnar, sem skrifaðar hafa verið af íslenzku bók- menntaþjóðinni um húsakost, og þær ein- földustu þæginda- og fegurðarkröfur, sem gera verður í þeim efnum. Mál og menning hefir, með aðstoö nokk- urra úrvalsmanna, gert sitt til að leysa þennan Gordionshnút. Húsakostur og hí- býlaprýði er bók, sem gefur sérhverjum almennum borgara hugmynd um margt það helzta, sem velja og varast ber, þegar hús er ákveðið að allri gerð. Gildi bókar- innar er ekki sízt í því fólgið, að hún leitast rækilega við að gera mönnum skiljanlegan muninn á fögru húsi og ljótu, hollu og óhollu. Mun það sízt vanþörf. í bókina hafa ritað: Hörður Bjarnason: Inngangur. Sögulegt yfirlit, Sigurður Guð. mundsson: Húsastíll og stílmenning, Þórir Baldvinsson: Heimili sveitanna, Einar Sveinsson: Fyrirkomulag og gerð sér- stæðra íbúðarhúsa í kaupstöðum, Helgi Hallgrímsson: Ágrip af sögu húsgagnanna, Skarphéðinn Jóhannsson: Heimili og hús- gögn, Sigurður Guðmundsson: Litaval, Ei- rikur Einarsson: Skrúðgarðar, Gunnlaug- ur Claessen: Hollustuhættir, Aron Guð- brandsson: Um lán til bygginga og Hall- dór Kiljan Laxness: Sálarfegurð í manna- bústöðum. Heiti kaflanna gefa nokkra hugmynd um viðfangsefni bókarinnar. Að öðru leyti skal ekki efni hennar rakið nánar, en al- menningi ráðlagt að kynna sér það af eigin ramleik, sem góðan liðsauka í hí- býlastriðinu. Fjöldi góðra mynda er í bókinni, þ. á. m. margar húsa- og skipulagsteikningar. Frá- gangur góður, að vanda Máls og menn- ingar. Félagið, ásamt greinahöfundum, á þakkir og heiður skilið fyrir dyggilega við- leitni að mennta okkur, sem litinn kost höfum átt þess að kynnast þessum alda- gamla menningarþætti. K. Strand. Studia Islandica — íslenzk fræði 6. Útgef. Sig. Nordal. Halldór Halldórsson: Um hluthvörf. — ísafoldarprent- smiðja h.f. 1939. Ég hefi kynnzt eigi allfáum sjálfmennt- uðum íslendingum, sem í tómstundum sínum hafa glímt við það að rekja ættir og þýða dulrúnir íslenzkra orða. Þessir kunningjar mínir eiga flestir heima úti um hinar margnefndu „dreifðu byggðir“ og eiga fæstir neina orðabók, sem nokkuð er með gerandi, því slíka eign er íslenzk- um bændum venjulega ofviða að öðlast. Hinsvegar eiga þeir frekar eitthvað af því, sem á íslenzku hefir verið ritað um þessi efni — og þó fútt, því fæst af þvi er að- gengilegt leikmönnum, sem ekki hafa átt þess kost, að kynna sér auðveldustu vinnu- brögð þeirra, sem við þessi fræði fást. Nýlega er komin á markaðinn lítil bók, með stóru, ofangreindu nafni. Þeim, sem gaman hafa af að glíma við uppruna orða, vil ég benda á að lesa þessa bók, og láta ekki stóra heitið hræða sig. Höfundurinn er ungur, nýútskrifaður norrænufræðing-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.