Dvöl - 01.10.1939, Blaðsíða 90

Dvöl - 01.10.1939, Blaðsíða 90
328 D VOL lífs og dauða, sem oft hefir verið ærið áhættusöm, en jafnframt full lifandi æf- intýra. Engum þeim, er kynnzt hefir ritverkum þessa höfundar, getur dulizt, að hann er maður fullkomlega fær um að inna verk sitt vel af hendi, enda hafa bækur hans náð mikilli útbreiðslu og hvarvetna hlotið hina beztu dóma. Hér á landi kannast margir við bók hans, Bakteriuveiðar, er Þjóðvinafélagið gaf út fyrir nokkrum árum i þýðingu Boga Ólafssonar; hlaut hún maklegar vinsældir meðal fróðleiks- fúsra lesenda. í desember s.l. kom út á íslenzku önnur bók eftir Paul de Kruif, er nefnist Bar- áttan gegn dauðanum, fyrri hluti; siðari hluti mun koma út innan skamms. Bók þessi mun almennt talin sú bezta er höf- undurinn hefir ritað. Henni er skipt niður í þrjá kafla, sem eru inngangur, fyrsta og önnur bók. í innganginum eru almennar hugleið- ingar um það, hvernig smátt og smátt hefir tekizt að fjölga árum mannsæfinnar fyrir atbeina ötulla bardagamanna gegn hinum óvíga her, er að lifinu sækir. Höf. ann lífinu af alhug, eins og glöggt kemur fram í þessum orðum hans: „Ég má ekki til dauðans hugsa. Það er svo gaman að glíma við sterkar, bláar öldur Michigan-vatnsins.... En samt sem áður kemur dauðinn og sækir mig, áður en langt líður, eins og ég nú sé hann koma og sækja hið brúna lauf hlynsins og gulu blöð beykisins, sem kaldur októ- bernæðingurinn feykir framhjá gluggun- um mínum.“ Og hann lýsir þeim óhug, sem að honum setur, er hann sér, hvernig fylkingar jafn- aldra hans þynnast óðfluga, og honum verður ljósari en áður nauðsyn þess að búast til varnar gegn skeytum hinna harðskeyttu og markvissu bogmanna dauðans. En i öllum þessum dauflegu heilabrot- um um nálægð dauðans, finnur hann huggun í því að reika um rannsóknar- stofurnar, þar sem menn heyja barátt- una við dauðann. „Þar sem menn gera tilraunir, rýna í smásjár, ræða málin frá öllum hliðum, vinna og vinna, svo að svitinn drýpur af þeim.“ Hann les ósköpin öll af skýrslum um þessi efni, og í þeim finnur hann margt sér til hugléttis. Þær sýna, hvernig dauð- inn hefir smám saman orðið að hopa á hæli fyrir hetjuliði lífsins. En þær sýna einnig mannlega breysk- leika, hvernig vísindamennirnir hafa stig- ið ýmis víxlspor, og hvernig ókænum lodd- urum hefir tekizt að blekkja fólkið. En samt gengur þróunin í rétta átt, manns- æfin lengist stöðugt, og þá vaknar hjá höfundinum sú spuming, hve lengi það geti orðið. Getur aldursskeið mannsins orðið eilíft? Þetta virðist auðvitað óend- anlega heimskuleg spuming, og þó.... „í seytján ár hefir hinn brosmildi Carr- el, ásamt Ebeling, trúfasta vinnuþræln- um sínum, án afláts fært þessa lifandi kjúklingshjartabita upp úr einni súpu- skálinni og lagt þá í bleyti í aðra nýja, þar sem þeirra bíða frekari þroskamögulelkar. .... Nú hefir það haldizt lifandí i seytj- án ár.... Ef til vill er það ódauðlegt." Pyrsta bók fjallar um þrjá lækna. Höf. dregur þar upp ógleymanlega mynd af ungverska lækninum Semmelweis, þessum ógæfusama mannvini, sem ekki gat þolað að sængurkonurnar hryndu niður hrönn- um saman úr barnsfararsótt á fæðingar- deildinni, og lá við örvilnun, er hann heyrði hljóm náklukkna sjúkrahússins og sálmasöng prestsins, er þjónustaði korn- ungar, deyjandi mæður. Æfi Semmelweis er glæsileg saga afreka vísindamannsins, en jafnframt harmleik- ur brautryðjandans í baráttu hans við skilningsleysi samtíðarinnar. Æfintýri líkur er lífsferill kanadiska læknisins Bantings, sem hafði ekki nema fjóra dollara i laun á mánuði, en tókst þó að vinna bug á einhverri hræðilegustu veiki samtíðarinnar, sykursýkinni, með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.