Dvöl - 01.10.1939, Blaðsíða 91
D VOL
329
sinni ódrepandi þrautseigju og þrályndi
sveitamannsins, en þessi uppgötvun hans
gerði aftur á móti Minot kleift að ljúka
starfi sínu, sem sé að sigrast á hinni
áður ólæknandi anaemia perniciosa.
Önnur bók segir frá Rauða múrsteins-
húsinu í Washington og starfsfólki þess.
Spencer, er fann vörn gegn Klettafjalla-
sýkinni, hinni laglegu og gáfuðu Alice
Evans, sem þrátt fyrir litla skólamenntun
fann „dauða i mjólk“, og að síðustu
hinum djarflynda McCoy, er vann bug á
páfagauksýkinni.
Það er langt frá því að vera á
meðalmanns færi að þýða slíka bók,
sem Baráttan gegn dauðanum er. Stíls-
einkenni höfundarins eru sérstæð og því
erfitt að láta þau njóta sín á íslenzku
máli, og ennfremur útheimtir efni bók-
arinnar víðtæka þekkingu í læknisfræði.
Þrátt fyrir þetta hefir þýðing hinna
tveggja læknanema, þeirra Þórarins
Guðnasonar og Karls Strand, tekizt prýði-
lega. Hefir læknisfræðimenntun þeirra
komið þeim í góðar þarfir og þá ekki
síður smekkvísi þeirra í meðferð máls,
enda höfðu þeir þegar unnið sér álit fyrir
bókmenrtastarfsemi sína.
Ytri frágangur bókarinnar er ágætur,
pappír góður og prófarkalestur sérlega
vandaður.
í vetur hafa komið út óvenjulega marg-
ar góðar bækur. Ég hefi séð og heyrt
ýmsa dóma um það, hver muni vera bezt
þeirra. Það má vitanlega lengi deila um
slíkt; kemur þar til greina mismunandi
smekkur og skoðanir um lestrarefni. Ég
þori þó hiklaust að fullyrða, aö Baráttan
gegn dauðanum er í hópi þeirra beztu, og
að hún á erindi til allra. Hún er fjörlega
og skemmtilega rituð og veitir ómetan-
legan fróðleik um ýmsa af mestu vel-
gjörðamönnum mannkynsins, sem því
miður hættir alltof oft til þess að sveip-
ast þokuhjúpi gleymskunnar.
Haukur Kristjánsson.
Jón Helgason: Úr landsuðri.
Nokkur kvæði. Bókaútgáfa
Heimskringlu. Reykjavík 1939.
Þegar ég var unglingur, fór ég m. a.
vanalega í fyrstu Rauðsgilsrétt á haustin.
í hlaðna grjótveggi hennar hrundu mörg
og stór skörð á hverju ári og var vaninn
að hrúga upp í þau réttardagsmorguninn,
af þeim, sem fyrstir komu að réttinni.
Eitt haustið brá svo við, að þegar við
komum á réttardagsmorguninn, voru allir
veggir réttarinnar skarðlausir og prýðileg-
ur frágangur á allri hleðslu þeirra, þar sem
skörð höfðu komið í þá frá því haustið
áður. Hvernig stendur á þessu? spurðu
menn hverjir aðra. Brátt vitnaðist, að
ungur drengur, um 10 ára að aldri, sonur
bóndans og húsfreyjunnar á bænum, þar
sem réttin stóð við túnfótinn, hafði um
sumarið tekið það fyrir af sjálfsdáðum að
hlaða upp alla réttina — auðvitað án
nokkurs endurgjalds. Mér þótti þetta at-
vik dálítið einkennilegt þá, en mér hefir
ætíð fundizt ég skilja höfundinn úr land-
suðri betur fyrir þetta tiltæki hans. —
„Snemma beygist krókurinn til þess, sem
verða vill."
Hann er nú búinn að hlaða svo marga
og trausta „réttarveggi" úr norrænum
fræðum, að hann er orðinn fyrir alllöngu
kunnur sem einn af mestu fræðimönnum
Norðurlanda, þótt enn sé hann á bezta
aldri.
En nú eru það ekki forn fræði, sem
vekja athygli islenzkrar þjóðar á þessum
syni hennar við Eyrarsund, heldur ljóð
— markviss og snjöll ljóð, ólík flestu því,
sem birzt hefir af ljóðagerð hér að undan-
förnu.
Bókinni Úr landsuSri er skipt í tvo
kafla. Pyrri kaflinn má segja að séu á-
deiluljóð, en sá síðari ljóð ýmislegs efnis.
Þó að margt sé vel gert í síðari kaflanum,
er ekki að efa, að sá fyrri vekur meiri
eftirtekt. Þar eru hárbeitt ádeiluljóð,
þrungin af neyðarlegri kaldhæðni, þar
sem mönnum finnst þeir kannast vel við
ýmsa þjóðkunna menn.