Dvöl - 01.01.1942, Qupperneq 9

Dvöl - 01.01.1942, Qupperneq 9
DVÖL 3 tókst að komast að þeim leyndar- málum, er hún kann að hafa átt sér. Undir hrjúfum berki trjánna leynist viðarmaðkurinn, sem étur stofninn sundur, og eins duldi hún hugsanir sínar með óhaggandi rósemi í svipnum. III. Árið 1870 fór í hönd, og þegar ófriðurinn milli Prússlands og Prakklands skall á, flúði fólkið í ör- væntingu. Frakkar biðu ósigur í fjórum orrustum í röð, og „stríðið" varð „innrás“. Þröng var á öllum vegum; þar var flóttafólk á ferð með búpening sinn. Hrjáðar skepn- ur dreifðust um akrana og eyði- lögðu uppskeruna, og vagnar, hlaðnir húsmunum fólksins, ultu á hliðina. Loga frá brennandi hús- um bar við ský, og reykjar- mekkir frá eldunum voru eins og svartir flókar á himninum. Hús Hortensíu stóð á sléttlendi í grennd við tvær hæðir. Milli þeirra var dalverpi, þar sem Frakk- ar höfðu búizt um, og handan við búgarðinn var þorp, sem þótti mik- ilvægt í hernaðinum. Prússar höfðu hug á að hrekja á brott liðsveitir þær, sem höfðust við á sléttlendinu, og orrustan var vart hafin, er Hortensía sá af hús- þaki sínu aragrúa hermanna koma yfir engið í stórum hópum og skipa sér í svartar fylkingar. Þeir hurfu brátt í hvítan reyk, er glampar frá fallbyssum lýstu í gegnum ann- að veifið. í þrjá daga heyrðist skot- hríðin, og á fjórða degi réðust Prússar með auknum styrk á stöðv- ar franska hersins. Litlu síðar tóku flóttamenn að streyma framhjá garðmúrnum. Það voru óttaslegnir hermenn, með vitund um ófarir í svipnum, og bændur, sem yfirgáfu híbýli sín í rústum og akra sína í auðn eftir skothríð óvinanna. Þegar leið að kvöldi og allir þeir, sem áttu undankomu auðið, voru farnir hjá, sá Hortensía menn á grárri götunni, sem lá heim að húsi hennar. Rykmekkir, sem golan þyrlaði yfir runnana, hálfhuldu þá. Þeir fóru hægt og gætilega, og brátt gat hún greint þá skýrt og nákvæmlega. Þetta voru tveir her- menn, sem báru særðan félaga milli sín á sjúkrabörum. Hortensía gat sér þess til, að þeir ætluðu að húsi hennar. Hún fór niður af þakinu og lét hagræða sængum í rúmi sínu. Hún gaf þeim nánar gætur, og þegar þeir komu að garðshliðinu, var hún þar fyrir til þess að taka á móti þeim. „Þessa leið,“ sagði hún um leið og hún benti þeim á stíginn, sem þeir áttu að ganga. IV. Á eftir þessum særða manni komu aðrir og enn aðrir, og síðan miklu fleiri. Þeir fyrstu voru látnir í beztu stofurnar, en að lokum voru öll herbergin full. Það var óhjá- kvæmilegt að láta þá í herbergi vinnufólksins, gangana og jafnvel þakherbergin og gripahúsin. Bú-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.