Dvöl - 01.01.1942, Page 13

Dvöl - 01.01.1942, Page 13
D VÖL 7 Hortensía lét Prússann horfa á þetta um stund, en ýtti honum síðan út og lauk upp hurðinni að hinu herberginu. Þar hvíldi fransk- ur fyrirliði á gulum legubekk með rósofnu áklæði. Fæturnir stóðu út úr stórri svæflahrúgu, og úr and- liti hans, sem var herpt af sárs- auka, skein þrákelkni þess, sem gert hefir statt að kveinka sér aldrei. Dauft ljós, sem logaði á litlum lampa, varpaði dálítilli glætu um herbergið. Skuggar af veggtjöldunum féllu á ljósa gólf- ábreiðu, og á litlu náttborði höfðu læknisáhöld og sjúkragögn gleymzt. Prússanum vannst varla tími til þess að átta sig á því, er fyrir augu bar. Hortensía fór nú með hann upp á efri hæðirnar. Marmara- þrepin voru ötuð óhreinindum, og hér og þar voru stórir blóðflekkir. Á einu þrepinu sat maður á stóli. Hann hafði hægri hönd í fatla og var að basla við að troða í pípu sína með þeirri vinstri. Er þau komu upp, blasti við stór salur, er áður fyrr hafði verið notaður til veizluhalda og samkvæma. Nú var búið að brevta honum í sjúkra- deild. Fáein lítil ker stóðu á jaspis- borði á miðju gólfi. og á skrautlegri arinhillu var leirskál, full af ó- hreinu og blóðlituðu vatni. f því morruðu sárabindi og rifníur. Á hvitum koddum hvíldu höfuð margra særða manna. Eitt andlitið bar því vitni, að dauðinn var í nánd. Úr hvílu við dyrnar lagði megnan og viðbjóðslegan daun. í stórum speglum, er voru til beggja enda í þessari sjúkrastofu, gat að líta endalausar raðir af sjúkrabeð- um. Þessar tálmyndir, sem eigi voru síður dapurlegar en veruleik- inn, gáfu salnum skuggalegan blæ. Þau fóru um allt húsið, ofan frá bjálkalofti og niður í kjallara, sem nú hafði verið breytt í lyfjadeild. Hverri einustu hurð vor lokið upp. Loks fór Hortensía inn í svefnher- bergi sitt: Hún dró rekkjutjöldin til hliðar — og á mjúkum línkodda birtist næstum barnslegt andlit hermanns. Engu var líkara en hann væri í óráðsdraumi sínum að þiggja burtfararkossinn heima í þorpi sínu. Prússinn horfði ósnort- inn á þetta fórnardýr sigursins. Síðan sneri hann sér að konunni, og í augum hans mátti lesa þá spurningu, hvenær þessi skap- raunarganga ætti eiginlega að taka enda. Hortensía lét hann enn ganga gegnum stofur og klefa, þar sem særðir menn lágu, en loks nam hún staðar við stigann í forsalnum, þar sem þau höfðu hitzt. Þar lyfti hún lampanum í andlitshæð, svo að bjarminn frá deyjandi ljósinu, sem nú hafði lokið sínu hlutverki, féll framan í hana. Svo benti hún út að garðshliðinu og hafnaði Prúss- anum með yndislegu brosi. Rödd hennar var þýð eins og nóttin, er hún mælti: „Þér hafið séð það sjálfur, að hér er enginn staður aflögu handa okkur.“

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.