Dvöl - 01.01.1942, Qupperneq 13

Dvöl - 01.01.1942, Qupperneq 13
D VÖL 7 Hortensía lét Prússann horfa á þetta um stund, en ýtti honum síðan út og lauk upp hurðinni að hinu herberginu. Þar hvíldi fransk- ur fyrirliði á gulum legubekk með rósofnu áklæði. Fæturnir stóðu út úr stórri svæflahrúgu, og úr and- liti hans, sem var herpt af sárs- auka, skein þrákelkni þess, sem gert hefir statt að kveinka sér aldrei. Dauft ljós, sem logaði á litlum lampa, varpaði dálítilli glætu um herbergið. Skuggar af veggtjöldunum féllu á ljósa gólf- ábreiðu, og á litlu náttborði höfðu læknisáhöld og sjúkragögn gleymzt. Prússanum vannst varla tími til þess að átta sig á því, er fyrir augu bar. Hortensía fór nú með hann upp á efri hæðirnar. Marmara- þrepin voru ötuð óhreinindum, og hér og þar voru stórir blóðflekkir. Á einu þrepinu sat maður á stóli. Hann hafði hægri hönd í fatla og var að basla við að troða í pípu sína með þeirri vinstri. Er þau komu upp, blasti við stór salur, er áður fyrr hafði verið notaður til veizluhalda og samkvæma. Nú var búið að brevta honum í sjúkra- deild. Fáein lítil ker stóðu á jaspis- borði á miðju gólfi. og á skrautlegri arinhillu var leirskál, full af ó- hreinu og blóðlituðu vatni. f því morruðu sárabindi og rifníur. Á hvitum koddum hvíldu höfuð margra særða manna. Eitt andlitið bar því vitni, að dauðinn var í nánd. Úr hvílu við dyrnar lagði megnan og viðbjóðslegan daun. í stórum speglum, er voru til beggja enda í þessari sjúkrastofu, gat að líta endalausar raðir af sjúkrabeð- um. Þessar tálmyndir, sem eigi voru síður dapurlegar en veruleik- inn, gáfu salnum skuggalegan blæ. Þau fóru um allt húsið, ofan frá bjálkalofti og niður í kjallara, sem nú hafði verið breytt í lyfjadeild. Hverri einustu hurð vor lokið upp. Loks fór Hortensía inn í svefnher- bergi sitt: Hún dró rekkjutjöldin til hliðar — og á mjúkum línkodda birtist næstum barnslegt andlit hermanns. Engu var líkara en hann væri í óráðsdraumi sínum að þiggja burtfararkossinn heima í þorpi sínu. Prússinn horfði ósnort- inn á þetta fórnardýr sigursins. Síðan sneri hann sér að konunni, og í augum hans mátti lesa þá spurningu, hvenær þessi skap- raunarganga ætti eiginlega að taka enda. Hortensía lét hann enn ganga gegnum stofur og klefa, þar sem særðir menn lágu, en loks nam hún staðar við stigann í forsalnum, þar sem þau höfðu hitzt. Þar lyfti hún lampanum í andlitshæð, svo að bjarminn frá deyjandi ljósinu, sem nú hafði lokið sínu hlutverki, féll framan í hana. Svo benti hún út að garðshliðinu og hafnaði Prúss- anum með yndislegu brosi. Rödd hennar var þýð eins og nóttin, er hún mælti: „Þér hafið séð það sjálfur, að hér er enginn staður aflögu handa okkur.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.