Dvöl - 01.01.1942, Side 15

Dvöl - 01.01.1942, Side 15
DVÖL 9 Sorg o» glcdi Eftir Stefán Jónsson, skólastjóra OORGIN OG GLEÐIN eru stall- ^ systur. BústaSir þeirra eru sálir mannanna. Þær eru gestir, en gera sig heimakomnar. Þær eru að sumu leyti jafn ólíkar og ljósið og myrkrið, en að sumu leyti svo líkar, að varla verða þær greindar í sundur. Hin djúpa sorg og hin sanna gleði eru holl- vættir mannkynsins og órjúfan- lega samtengdar mannlifinu. Frá því að heimurinn byggðist mönnum hafa sorgin og gleðin fylgt mann- inum eins og dagur fylgir nótt. Þær hefja báðar hugsun manns- ins frá daglegum önnum upp til æðri hugheima. Þær eru jafn samhentar og þær eru sundur- leitar og jafn sundurleitar og þær eru samhentar. Á háleitustu stundum lífsins renna þær í sama farveg, svo að tilfinningar vorar greina varla skil á. Þannig lýsir Ólöf frá Hlöðum þessum stallsystrum: „Hin dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð.“ Þetta er ljóð reynslunnar. Svona er sorgin og gleðin. Við lauslega íhugun virðist sorgin óþörf. Gleðin, hin ljúfa dís, væri nóg krydd jarðlífsins. En stenzt þetta, ef krufið 'er til mergjar? Ef sorgin hyrfi úr lífi mannsins, hvað yrði þá um gleð- ina? Við njótum gleðinnar af því, að við þekkjum sorgina, og við getum afborið sorgina af því, að við höfum kynnzt gleðinni. Þessar tvær andstæður — eða öllu heldur hliðstæður — eru sterkustu þætt- irnir í sálarlífi mannsins. Líf hvers manns er leit og þrá eftir því, sem veitir gleði, en í þessari leit að gleðinni verður sorgar- perlan oft hlutskiptið. Eins og sólin er lífgjafi jarðarinnar, eins er gleðin fylling lifsins. Hin sanna gleði er salt tilverunnar. Hún græðir þau sár, er sorgin veitir, og gefur vonunum vængi. Gleðin styrkir kraftana og vernd- ar heilsuna. Gleðin verkar á hug- ann líkt og sólskinsstund á vor- gróður eftir regnskúr. En eins og sólin e i n getur ekki veitt vor- gróðrinum lif og næringu, eins er gleðin e i n ómáttug að þroska manninn. Sorg og gleði eru sem sól og regn. í sameiningu efla þær gróður mannlífsins. Aldrei kemur manngildið betur í Ijós en þegar manninum mætir djúp sorg eða óvænt gleði. Hvernig maðurinn bregzt við þungum

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.