Dvöl - 01.01.1942, Side 17
DVÖL
11
hvaða stétt þjóðfélagsins, sem
hann skipar. Hann ber á sér að-
alsmerki mannsandans.
Þegar ég var barn, hélt ég, að
sorgir og mótlæti væri algerlega
tengt gamla fólkinu, en gleðin
væri heitin æskunni og hennar
trúr förunautur. Brátt lærðist mér
þó sá vísdómur, að æskan ber líka
sorgir í skauti sínu, og þá skildi
ég það líka, að gleðin, hin sanna
lífsgleði, var oft trúr förunautur
gamla fólksins. Þá hélt ég líka, að
sorgin væri hefndargjöf, og bezt
væri sorglaust líf. Ég veit ekki,
hvort öllum er eins farið og mér,
en ég þykist hafa skilið það æ
betur, að sorgin er dögg lífs-
ins. Margar æskuminninear frá
sorgarstundum eru mér nú hug-
þekkar, og mörg þau atvik, er þá
virtust valda ólæknandi sárum,
eru nú sem ánægjulegur áfangi á
þroskabraut minni.
Margur kvíðir ellidögunum og
saknar æskualdurs og mann-
dómsára, en sá, sem hefir öðlazt
skilning á eðli sorgarinnar og iært
að temia sér hóf í gleðinni, barf
víst ekkert að óttast. Danskur
málsháttur segir, að sérhvert ald-
ursskeið mannsins eivi sína feg-
urð. í þessum málshætti felst sann-
leikur. Fegurð manns fer ekki ein-
göngu eftir árum heldur þeim
rúnum, sem lífsreynslan hefir rist
á andlitið. •— Ég hefi séð ung and-
lít 1 j ó t af lastasvip og lausung,
og ég hefi séð ellihrukkótt andlit
f ö g u r, þar sem rúnir lífsins
spegluðu lífsgleði og göfgi undir
gráum hærum.
Nú heldur ef til vill einhver, að
ég vilji boða þá kenningu, að lífið
sé eftirsóknarverðast í sorgum
og andstreymi. Slíkt er fjarri
mér. En ég vil vekja athygli á því,
að sorgin er eins konar systir
gleðinnar. Þær eru jafn ættgöfg-
ar. Bæði gleðin og sorgin rista sín-
ar rúnir í sál mannsins og andlit.
Sorgin ristir rúnir sínar skýrt, og
rúnir hennar mást ekki út, en vel
geta þær verið fagrar. Gleðin rist-
ir líka sínar rúnir, en grynnra, og
rúnir sorgarinnar geta hæglega
afmáð þær. Bjart er yfir hinum
glaða manni, en sjaldan speglast
göfgi og festa í svip hans, nema
sorgin eigi þar líka sína drætti.
Sá, sem vill halda lifsfjöri sínu,
má ekki dekra við sorgina og
mótlætið og leyfa því að beygja
sig, heldur skal hann mæta sorg-
inni með karlmennsku eins og Ól-
afur í Svefneyjum og láta hana
frjóvga gáfu sina og veita sér auk-
inn lífsþroska eins og Egill og
Matthías.
Hverjum manni, sem er þess um-
kominn að mæta sorgum með svip-
uðum manndómi og kjarki og þessi
mikilmenni, mun snúast harmur í
gleði. Lífið eykst þá að gildi, eftir
því sem árin færast yfir. Þá þarf
ekki að kvíða ellidögunum eða iíta
á efri árin eins og skuggatilvist
eftir heiðríkju æskunnar og um-
svif manndómsáranna. Þá er vel
lifað, er svo er lifað.