Dvöl - 01.01.1942, Blaðsíða 22

Dvöl - 01.01.1942, Blaðsíða 22
16 DVÖL því að Zug liggur í þjóðbraut- inni milli Norður- og Suður-Sviss. Fólk hélt áfram iðju sinni; allir kepptust við. En hálfri klukkustund síðar gerðist smáatburður, sem mörgum virtist fyrirboði uggvænlegra tíð- inda. Það féllu nokkrir steinar úr hleðslugarði, sem hlaðinn var meðfram vatninu, og í sama mund risu á norðurhelmingi vatns- ins grunsamlega háar öldur. Verkamenn, sem unnu á vatns- bakkanum, skammt frá skipa- bryggjunni, fundu greinilega, að jörðin nötraði undir þeim. Augna- bliki síðar brotnaði allstór land- spilda á vatnsbakkanum og hvarf niður í grængolandi djúp. Margir verkamannanna lögðu á flótta, þeir, sem varkárari og hyggnari voru. Hinir stóðu kyrr- ir, en fjölmargir forvitnir bæjar- búar hópuðust niður að vatninu til að sjá, hvað um væri að vera. Rétt á eftir — líklega eins og fjór- um mínútum síðar — heyrðust þungar drunur og jafnframt mynduðust djúpar sprungur í jarðveginn. Þær mynduðust æ hærra og lengra frá bakkanum og breikkuðu óðfluga — og landspild- an niður við vatnið seig. Svo brotnaði landið undan fyrsta hús- inu, og það steypist fram yfir sig niður í vatnið. Það var mannlaus timburkofi, eins konar biðklefi fyrir ferjugesti, þar sem þeir gátu leitað afdreps í slæmum veðrum, á meðan þeir biðu eftir ferjunni. Augnabliki síðar gleypti vatnið annað hús. Það var íbúðarhús með sjö manneskjum, og fannst ekki urmull af þeim framar. Þegar þetta gerðist, var skip (ferjan, sem sigldi milli þorpanna umhverfis vatnið) bundið við bryggjuna og var í þann veginn að leggja frá landi. En átökin, sem þarna urðu, orsökuðu það, að kaðlarnir slitnuðu áður en fólk fékk tíma til að komast út í ferj- una, og fyrir atbeina bylgju- gangsins, sem myndaðist við jarð- hrunið, slöngvaðist ferjan 50—100 metra út á vatnsflötinn. Ólýsanleg skelfing gagntók fólk- ið, sem stóð á bakkanum og horfði á þepsar aðfarir. Kirkjuklukkun- um-í-þorpinu var hringt eins og þegar eldsvoða ber að höndum. „Hvar brennur?" spurði fólkið. „Vatnsbakkinn sekkur,“ var svarað. Fólk streymdi unnvörpum á slysstaðinn, og allir vildu sjá, hvað gerzt hafði. Margir skelfdust, þegar þeir sáu sprungurnar í jörðunni og töldu, að hér myndi ein ógæfan fylgja annarri. Aðrir uggðu ekki að sér; þeir töldu hættuna vera um garð gengna og stóðu þar, sem þeir voru komnir, orðlausir og agndofa yfir þessum skelfilega atburði. Það var því líkast sem drottni sjálfum hefði runnið í skap. Á meðan þessir feiknlegu atburðir gerðust, dró ský fyrir sólu, og skýjahrannirnar myrkvuðust og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.