Dvöl - 01.01.1942, Page 23

Dvöl - 01.01.1942, Page 23
þéttust með hverju augnablikinu, sem leið. Svo skall óveðrið á, eld- ingar leiftruðu, ferlegar skruggur riðu yfir og tryllt haglél buldi á þessu ógæfunnar landi. Brunalið var kvatt á vettvang. Það var einasta hj álparsveitin í bænum, og þeir, sem fyrir henni stóðu, óttuðust allt hið versta og töldu allar líkur benda til, að enn væri hætta á ferðum. Jarðsprung- urnar breikkuðu jafnt og þétt, og jörðin seig. Brunaliðið rýmdi hættusvæðið og skipaði fólkinu að hypja sig sem skjótast á brott úr öllum húsum, sem næst stóðu vatninu. En það tók tíma að flytja. Eng- inn vildi fara brott snauðlvr og slyppur á meðan unnt vai að bjarga einhverju. Menn flykktust með vagna fram fyrir húsin sín og hlóðu á þá matvælum, nauðsyn- legustu húsgögnum og öðru því dýrmætasta, sem þeir áttu. Hundruð manna, kvenna og barna hlupu fram og aftur um göturnar, hrædd, óró, móð, hrópandi og kall- andi og gripin djúpri og ólýsan- legri örvæntingu. Þetta var flótti undan dauðan- um. En í miðjum flóttanum, i miðj- um þessum ys og þys, sem flótt- inn hafði orsakað, skeði hinn skelfilegi atburður, sem standa mun óafmáanlega meitlaður í sögu Zugarbæjar, svo lengi sem sögur verða skráðar. Hann skeði Kirsuberjabóndi um sexleytið um kvöldið, og bar skyndilegar að, en menn almennt höfðu búizt við, því að hann skeði í einni svipan og án allra frekari fyrirboða. Jörðin sprakk undan fótum fólksins og gleypti það lifandi, en húsin í gervöllum bænum nötr- uðu eins og titrandi puntstrá í vindi. Það flúðu allir, sem fætur toguðu. Nístandi angistarvein bár- ust hvaðanæva að og fylltu loft- ið. En dimmar drunur, brothljóð, brak og brestir kyrjuðu dimmum bassarómi undir hin átakanlegu og skerandi óp deyjandi fólksins. Enginn, sem heyrði þessi hræði-

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.