Dvöl - 01.01.1942, Side 26

Dvöl - 01.01.1942, Side 26
20 DVÖL Líf Helðin lielgisðgn Eftir Friðrik Ásmandsson lirekkan f FYRNDINNI — löngu áður en FróSa-friður ríkti um Norður- lönd — réði löndum í austurhluta Danmerkur konungur sá, er Haki er nefndur. Haki var enginn hermaður, og hann var heldur ekki veiðimaður eða ræningi. — Hann hafði sjálfur í ungdæmi sínu gengið með mönn- um sínum til skógar með bolöxina á öxlinni til þess aö ryðja nýtt land til ræktunar. Með eigin hendi hafði hann þvingað uxana undir okið og geng- ið sjálfur á eftir arðinum og gert hina ósnortnu mold móttækilega fyrir sákornið. Þegar hann ferðaðist um landið á veizlur eða til þinga, þá var það ekki fyrst og fremst til þess að heimta skatta og álögur til hern- aðar, eða til þess að boða út leið- angur, heldur til þess að leiðbeina bændum og hvetja þá til að rækta jörðina. Hann gaf viturleg ráð og tilskip- anir um, hvernig þeir ættu að höggva skóginn, hvernig þeir ættu að smíða og nota plóginn, og hvernig þeir bezt gætu bjargað uppskerunni og þreskt kornið með þústi, í stað þess að láta uxana troða það úr öxunum á hellustein- inum framan við húsdyrnar, eins og siðurinn hafði verið. Á fyrstu stjórnarárum Haka kon- ungs var oft slæmur kurr í bænd- um. •— Tilskipanir konungs voru þeim lítið til hæfis, og til að byrja með voru þeir þeim andstæðir, vegna þess að þetta var allt nýtt og óvenjulegt, og allt öðru vísi en feð- ur þeirra og forfeður voru vanir að gera. — Auk þess var ekki alveg laust við, að þeir fyrirlitu þennan konung, sem hafði völdin, en not- aði þau aldrei til þess að taka neitt frá neinum með ofbeldi og aldrei hélt skipum sínum til ókunnra stranda til að ræna kvikfé og mansmönnum, eins og forfeður hans og þeirra höfðu haft fyrir sið allt frá morgni aldanna, en í stað- inn lét sér nægja, þegar útlendir hermenn rændu í landi hans, að halda til móts við þá með húskarla sína og bændur, er næstir voru vettvangi, og stökkva þeim á brott. En smám saman fóru þegnarnir að skilja, að þeim hafði aldrei vegnað betur en undir stjórn hans: Hernaður, rán og gripdeildir hættu með öllu. Ög að dæmi konungsins kepptust allir við að rækta jörðina og hirða búsmalann. Velmegun óx í landinu ár frá ári, enda gerði

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.