Dvöl - 01.01.1942, Side 31

Dvöl - 01.01.1942, Side 31
DVÖL 25 byrja að fá málið. Grátur hennar varð líka smám saman léttari, lík- ari barnsgráti. Hann strauk bliðlega með hend- inni yfir hið hrukkótta, sköllótta höfuð. — „0-já,“ hugsaði hann, „þetta var þá allt, sem eftir var af öllu, sem áður hafði verið líf hans — tvö örvasa gamalmenni — hann og hún — bæði í bernsku á ný — bernsku hinnar örvasa elli .... og samt hafði hann rétt nýlega verið að dreyma um ilm og vor og gróð- ur....“ „Góði húsbóndi minn .... dreng- urinn minn .... Konungur minn og herra....Elskaði konungur. .,“ heyrði hann hana vera að stama á milli grátkviðanna. En allt í einu var eins og meiri þróttur færðist 1 hana, og hún sagði: „Elsku húsbóndi minn og herra! — Veizt þú ekki, að almúginn hefir haldið þing, hérna á haugnum fyr- ir utan nú 1 kvöld — og að þeir halda þinginu áfram í fyrramálið. — Heyrðir þú ekki vopnatakið?" Konungur hristi höfuðið. — Nei, hann hafði ekki heyrt það. „Þeir kusu sér annan .... kon- Ung,“ hélt sú gamla áfram. — „Haka, hinum unga, elzta sonar- syni þínum, hafa þeir gefið kon- Ungsnafn. — Hann er nýkominn heim með korn og sláturfé .... og þess vegna hafa þeir nú lyft honum á skjöld og hyllt hann.“ Konungur hlustaði á orð hennar unnars hugar. — Þeir höfðu hyllt annan konung? Nú — hvað svo? Ungan ræningja .... hinn eyð- andi eld stríðsins .... Hvað var eðlilegra nú? Það var svo hræði- lega eðlilegt — einmitt nú. — Þeg- ar himinn og jörð eru ófrjó, þegar dauðinn sigrar og lífið deyr . .. . þá er tími hermannsins kominn. Þá er öxin ekki lengur vopn í þjón- ustu lífsins, heldur dauðans .... Þá ryðgar plógskerinn, en spjótið verður fægt .... Aftur hlustaði hann á það, sem fóstra hans var að segja honum: „Enginn af þrælum þínum né ambáttum vildi flytja þér þessi tlð- indi. Þau fleygðu sér i fjörðinn hvert á fætur öðru, því að enginn vildi lifa eftir þetta — og létu mig eina eftir til þess að flytja þér þyngstu fréttirnar, sem ég nokkru sinni hefi flutt þér, fóstri minn .... Nú erum við — aðeins við tvö ein eftir ....“ „Aðeins við tvö ein eftir,“ endur- tók hann orð hennar og sínar eigin hugsanir. „Og bráðum verðum við heldur ekki til lengur“, hélt hún áfram, „því að þeir hafa ákveðið að drepa þig. Þeir ætla að fórna þér í blót- lundinum um sólarupprás að morgni, til þess að bliðka goðin .... Og ég ætla ekki að lifa þig, þvi að nú held ég af stað til hinna.“ Hann laut niður að henni og kyssti hana á ennið. „Far þú I friði, fóstra min,“ mælti hann. „Þú hefir gert skyldu þína, og dagsverki þínu er lokið. Þú

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.