Dvöl - 01.01.1942, Síða 37

Dvöl - 01.01.1942, Síða 37
DVÖL ir ættlands síns. Mesta umhyggju bar hann fyrir hestunum, en sér- staklega þó Snækolli, uppáhaldinu sínu, sem var, eins og eigandinn, víðkunnur fyrir sérkennileik sinn. Meðan eyðumerkurfarar hafa úlfalda, Perúbúar lamadýr, Lappar hreindýr, Grænlendingar hunda og Eskimóar kajaka, munu íslendingar eiga litlu hestana sína, sem vinna ínerkilegt hlutverk þarna í hrika- legri náttúru norðurins, á sama hátt og villihestarnir á sléttunum í Mexikó og hestar Tartaranna eða kúrekana í Uruguay. Litli ís- lenzki hesturinn vinnur jafnvel meira en nokkur önnur skepna jarðarinnar. Án hestsins myndi verða erfitt að lifa á íslandi, og í náinni framtíð hafa íslendingar um tvennt að velja: Annaðhvort að flytja af landi burt eða leggja bílvegakerfi um fjöllin, sem myndi verða stórfenglegra verk en hin fornu afrek Rómverja og Inka í vegagerð. Enginn íslendingur fer fet gang- andi, ef hann getur hjá því kom- izt. Þegar hann stígur af baki.vagg- ar hann eins og krókódíll á þurru landi, kúreki frá Texas eða sléttu- veiðimenn, eða eins og Medesar, sem Plutarch lýsir þannig, að þeir skjögri áfram á tánum, þegar þeir stígi úr hnakknum og þurfi að Sanga. íslenzku hestarnir koma í stað flutningavagna, sleða, fólks- vagna, eimreiða — í stuttu máli: samgöngur allar eru háðar hest- unum. Það er farið með þá í 31 lestum yfir fjöllin og eftir mjóum götuslóðum yfir hraunin, klyfjaða saltfiskböggum, varningi eða trjá- viði, sem nær nokkra metra fram fyrir höfuðið á þeim og dregst eft- ir jörðinni aftan við þá, eins og tj aldsúlurnar hjá Indíánunum. Bóndinn, kona hans og börn, vinnufólkið, presturinn, læknir- inn og hreppstjórinn fara öll á hestum yfir árnar, kafhleypa snjóinn og aka sleðum eftir ísn- um. Og þegar dalabúinn deyr, ber hesturinn líkama hans til greftr- unarstaðarins í kistu, sem bund- in er þvert yfir bak hestsins. Þorgrímur elskaði Snækoll og var hreykinn af honum. Snækoll- ur var óvenju stór hestur, nær fjórtán spannir að hæð. Hann var steingrár að lit, með annan aftur- fót og annan framfót hvítan, mesta óhemja, slægur og bitull, og enginn ókunnugur þurfti að reyna að komast á bak honum og því síður að ætla að sitja hann. Þorgrímur sagði, að hann væri „ísæta“, það er að segja, að hann gæti lifað á klaka og krafsað eftir mosa á klettunum, þótt jökull væri yfir öllu. Hann át líka saltfisk og hvalkjöt, og ekki var talið öruggt að hafa hann innan um fé um sauðburðinn. En Þorgrími fannst ekki horfandi í eitt eða tvö lömb, því að hesturinn gat borið hann fimmtán mílur á dag í heila viku og blés ekki úr nös að leiðarlokum, fremur en þegar hann fór úr hlað- varpanum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.