Dvöl - 01.01.1942, Page 40
34
D VÖL
steinninn er orðinn mosavaxinn.
En sá, sem deyr á ísbreiðum
Vatnajökuls, verður í minnum
hafður.
í heilan vetur talaði Þorgrimur
sífellt um ferðalagið. Um vorið,
þegar grös fóru að gróa, hestarnir
að fitna og skógarkj arrið að líkj-
ast kornakri, fannirnar hurfu og
dalirnir leystust úr álögum vetr-
arins, bjó hann allt undir þessa
langþráðu för.
„Snækollur er átta vetra,“
sagði Þorgrímur,“ og upp á sitt
bezta, hraustur og sterkur. Sjálfur
er ég þrítugur, og ef við getum
ekki sannað það nú, að við séum
af góðu, íslenzku bergi brotnir,
þá getum við það aldrei. Aldurinn
mun gera okkur báða lata og
framtakslausa, og menn munu
segja, að ef við hefðum lifað
meðal fornkappanna, hefði verið
lítið gagn í Snækolli til hestaata,
og ég hefði verið látinn sitja inni
og spinna með konum, í stað þess
að fara í víkingu með Víga-Glúmi,
Haraldi hárfagra, Askaspilli, Ás-
grími og öðrum frægum köppum.“
Konu Þorgríms fannst þetta
kjánalegt, en dáðist þó að honum
öðrum þræði. Hana grunaði þó, að
Þorgrímur hefði, við lestur forn-
sagnanna, komizt á snoðir um fal-
inn fjársjóð frá fornöld, sem lægi
einhvers staðar grafinn, því að
hún gat ekki hugsað sér, að mað-
urinn vildi hætta lífi sínu að á-
stæðulausu. Hún skildi það ekki,
að lífið er lítils virði án hugsjóna.
Ef til vill var hún líka hálf fegin
því, að Þorgrímur færi, því að
vegna grúsks síns, lesturs, flæk-
ings og rannsóknarferða, þótti
hann heldur óskemmtilegur hús-
bóndi.
En Þorgrímur tók ekkert tillit til
skoðana hennar. Ef til vill vissi
hann ekki um þær. Hann gerði
við hnakkinn sinn, bjó til tauma
úr selskinni, sex feta langa og
mjög sterka, fléttaði hrosshárs-
reipi og ný höft, saumaði sér
nýja selskinnsskó og tók til nesti,
saltfisk og rúgbrauð.
Fréttir berast fljótt á íslandi,
eins og í Arabíu og á sléttunum
í Rússlandi og Patagóníu, þar sem
engin dagblöð eru. Umrenningar,
sem stundum eru hálfgerðir bján-
ar, flytja þar fréttir svo fljótt, að
ekki sýnist, að þar sé þörf talsíma
eða ritsíma. Það, sem gerist í
einum landshluta í dag, hefir
frétzt í margra mílna fjarlægð á
morgun, álíka mikið rangfært og
aðstoðar dagblaða hefði notið við.
Vegna þess að áform Þorgríms
hafði frétzt um alla Rangárvelli
og allt Suðurland, kom fólk víðs-
vegar að til þess að heimsækja
hann. Tíminn er dýrmætur á ís-
landi, eða að minnsta kosti álíta
menn að svo sé, og þess vegna eyða
þeir honum eins og þeim bezt lík-
ar og þykir skemmtilegast og
skrafa endalaust um ekki neitt. Þó
geta íslendingar stundum verið
iðnir eins og bifrar. Þenna dag
hafði fjöldi fólks safnazt saman