Dvöl - 01.01.1942, Page 45
dvöl
39
*nig hvítan hauk, sem kom fljúg-
andi með sólina og tunglið í klón-
um og settist á úlnliðinn á mér.
Ég sagði við menn mína: „Þetta
er heillaboði.“ Nú hitti ég ykkur
hér, feðgana. Þessi sonur þinn
mun giftudrjúgur. Við höfum
aldrei deilt um lönd eða vatns-
ból. Margar ungar stúlkur úr
minni ætt hafa verið gefnar
frændum þínum og orðið höfð-
ingjakonur þeirra á meðal. Þá er
vel stofnað til hjúskaþar, er brúð-
guminn hefir auð og völd, en brúð-
urin fegurð. Bróðir! Ég á unga
dóttur heima. Viltu sjá, hversu
fögur hún er?“
Síðan voru kaupin gerð, og
drengurinn varð eftir í fóstri hjá
gamla manninum.
Á heimleiðinni réðust erfða-
f.iendur Jesúasjeis, Tartarar, á
hann og særðu hann til ólífis.
Djengis varð að hverfa hið skjót-
asta heim til ættflokks síns.
Jesúasjei hafði aldrei verið
frækinn vígamaður, og eftir dauða
hans brugðu flestir, sem þó höfðu
taiizt fylgismenn hans, trúnaði við
mtt hans, og Djengis Kan. móðir
hans, fóstra og þrír bræður hrökkl-
uðust brott, úr tjaldbúðum sínum
og urðu sjálf að sjá sér farborða
úti á sléttunni.
Á sléttunni er stfeild umbreyt-
ing. Gamlir ættflokkar hverfa úr
sögunni og nýir myndast. Djengis
Kan komst að raun um, að fáein-
ir gamlir vinir föður hans báru
nokkurt traust til hans og vildu
hlíta forsjá hins útlæga höfðingja-
sonar.Og smám saman efldist hann
að vinum og bandamönnum. Móð-
ir hans hvatti hann mjög til að
hefna þess ranglætis, er þau höfðu
verið beitt. Fyrr en varði rann
UPP sá dagur, að hann fór í hern-
að með sveit sína. Hann kom aft-
ur með mikla hjörð fénaðar, er
hann hafði rænt frá óvinum sín-
um.
Nú flykktust ungir og ævintýra-
gjarnir menn, sem þótti höfðingj-
ar sínir athafnalitlir og væru-
kærir, til Djengis Kans og gengu
í sveit með honum. Þótti honum
brátt tími til þess kominn að end-
urnýja kaup þau, er faðir hans
hafði gert við Setsén gamla.
Gamli maðurinn fagnaði hin-
um unga höfðingja vel, leiddi Mor-
tei dóttur sína út úr tjaldi sínu
og lagði röggvarfeld við fætur
tengdasonar síns. Það var heiman-
mundurinn.
„Á fölum himni blika stjörnur
líkt og tár, sem gömlum föður
hrynja af augum, þegar dóttir hans
hverfur brott úr tjaldi hans,“ sagði
hann með skáldlegum fjálgleik.
Djengis Kan safnaði nú að sér
meira liði. En sá maður, er hon-
um þótti mestur styrkur að, var
Togral, sem var voldugur höfðingi
og áhrifamikill, bæði í Mongólíu
og Kína. Faðir Djengis Kans hafði
endur fyrir löngu bundizt vináttu
við hann. Þessum manni færði
hann röggvarfeldinn góða að gjöf.
Togral hafði haft fregnir af sigr-
um hins unga manns og þótti góð
vinátta hans. Hann hét honum því
liðveizlu sinni, ef til þyrfti að taka.
Sérhver höfðingi á sléttunni,
hversu voldugur sem hann er, get-
ur átt von á næturárás óvina og
ræningja. Nótt eina vöknuðu
menn Djengis Kans við það, að
óvinaher réðist að náttbóli þeirra.
Eftir harðan bardaga varð hinn
ungi ættarhöfðingi að leggja á
flótta. Margir komust á hestbak,
sumir földu sig í tjöldunum eða
hlupu út í náttmyrkrið og nokkr-