Dvöl - 01.01.1942, Side 47
DVÖL
41
sjá, er loks dró Djengis upp frið-
arfána og sendi menn með frið-
mæli á fund Tograls og minnti
hann á forna vináttu. En sonur
Tograls óttaðist, að þeir frændur
fengju ekki staðizt gegn gæfu
Djengis, ef vald hans væri ekki
þegar brotið á bak aftur. Bersýni-
lega þættist hann sjálfur vanbú-
inn. Togral hafnaði því friðarboð-
unum fyrir áeggjan sonar síns.
Djengis Kan varð æfur, þegar
hann fékk þetta s,rar. Hann tefldi
fram öllum her sínum, hundrað
þúsund mönnum, og réðist á To-
gral og lið hans. Orrustan stóð
í þrjá daea, og áttatíu þúsund
hermenn féllu eða særðust. Djeng-
is vann frægan sigur og gerðist
einráður um gervalla Mongólíu, er
aldrei áður hafði -alið neinn þann
mann, er verðskuldaði að bera
neitt það tignarnafn, er nálgast
gat konungsheiti. Það fólk, sem
hvergi átti sér hæli eða bústað,
heldur flæktist úr einum bithaga
í annan eftir næturdvöl, var að
verða ein frægasta sigurblóð ver-
aldarsögunnar. Enginn fékk rönd
við reist, þegar mongólsku her-
mennirnir æddu fram.
Merkítar, móðurfrændur Dieng-
is Kans, urðu næst fyrir barðinu
á honum. Er vörn þeirra þra.ut. var
enginn þjóðflokkur, sem ekki lyti
valdi hans, allt sunnan frá Kína-
múrnum mikla norður að Altai-
f j allgarði.
Djengis Kan var nú orðinn
fimmtugur að aldri. Hann hafði
borið sigur af fjölmörgum þjóð-
um. Öllum ægði vald hans og riki.
En valdalöngun hans var síður en
svo fullnægt. Hann var skapofsa-
maður mikill, og þegar hann eltist,
íékk hann oft flogaveikisköst. En
er af honum bráði eftir slík
köst, hafði hann jafnan á prjón-
unum nýjar ráðagerðir um hern-
að og landvinninga. Hann var og
hjátrúarfullur og lét jafnan brenna
ókjörum af herðablöðum úr kind-
um í herbúðum sínum. Sat hann
löngum við eldana, meðan herða-
blöðin brunnu, og ákallaði her-
guði sína.
Þegar allar varnir voru þrotnar
í Mongólíu, sneri hann her sínum
suður í Kína. Ástæðan til þess var
í senn hagfræðileg þörf og óseðj-
andi landvinningahugur. Kína laut
um þessar mundir valdi tveggja
ætta. f Norður-Kína ríktu útlend-
ir menn, Kin-ættin, og lögðu
þunga skatta á óánægðan lands-
lýðinn og skeyttu lítt um heilbrigða
stiórnarhætti. í Suður-Kína var
þá Tanerut-ríkið við líði. bar sem
Sung-ættin ríkti og Búddhatrú-
armenn áttu sitt höfuðvígi. Voru í-
búum norðurríkisins torveldaðar
allar samgöngur suður á bóginn.
Land það. sem nú er nefnt Turke-
stan, og hluti af Persíu. var þá vold-
ugt ríki. en konungur þess var lítt
vinveittur Kínverjum, svo að þeim
var hætt.a búin bæði heima fyrir
og erlendis.
Þegar Djengis barst fregn um. að
keisarinn í Peking væri látinn,
þótti honum langþráð tækifæri
gefast. Nýi keisarinn taldi sig fast-
an 1 sessi og bauð Mongólum að
fiölmenna til krýningar sinnar í
Peking eins og tíðkanlegt hafði
verið. Og til Peking komu þeir,
bótt ekki væri sú ferð farin til
bess að hvlla keisarann. Áður en
Pekinastiórnin uggði að sér voru
Mongólar komnir með her mikinn
inn í landið. Hafði vígbúnaður
þeirra verið svo ákafur, að jafn-
vel konur unnu að vopnasmíði.
Var hverri konu boðið að smíða á-