Dvöl - 01.01.1942, Blaðsíða 48

Dvöl - 01.01.1942, Blaðsíða 48
42 D VÖL kveðinn fjölda af örvum á tiltekn- um tíma. Vígamóður var mikill í Mongólum, enda lét Djengis ó- spart flytja þann boðskap, að nú skyldi gengiö á milli bols og höfuðs á voldugustu óvinum þeirra. sem fyrr á tíð hefði kúgað fólkið á Mongólíusléttunum og drepið höfðingja þess. En áður en her- ferðin hófst hafði hinn mikli her- konungur fastað í þrjá daga í t.ialdi sínu, lagt af sér stríðsbelti sitt til heiðurs við hinn bláa him- in og beðið anda fjallanna um styrk. Tvö þúsund hermenn gættu heimalandsins, en lið það, er haldið var til Kína. var rúm ein miljón manna, að meðtöldum konum þeim, sem hernum fylgdu. Riddarar Djengis voru í þykkum leðurstökkum; spjótmenn höfðu breið og biturleg sverð að vopni, auk spjótanna, og sumir voru bún- ir kesjum og bogum. Hver bog- maður hafði gnægð örva af mörg- um gerðum. Til matar hafði liðið einvörðungu þurrkað kjöt. Hver og einn bar sinn mal. Hingað til hafði Djengis Kan einungis átt í höggi við vanmegn- uga smákonunga. f Kína var öfl- ugurr her stórveldis að mæta, og til heimferðar var ekki að hugsa fyrr en rækilegur sigur var feng- inn. Árið 1214 náði her Mongóla til Peking og tók borgina herskildi í hörðu áhlaupi hið sama ár. Keis- arinn gafst upp og gaf Djengis Kan. dóttur sína. að konu. Síðan héldu Mongólar heim með ógrynni herfangs. Brátt kom þó á daginn, að grið þau, er Djengis Kan setti hinum sigraða keisara, urðu harla skamm- vinn. Einn af lénsherrum ríkisins gerði uppreisn gegn keisaranum, og er fram í sótti, kom í ljós, að hann naut liðveizlu Mongóla. Djengis Kan kom til Peking í annað sinn 1215 og knésetti þá keisárann til fulls. Eftir þessa sigra kynntust mon- gólsku sléttubúarnir í fyrsta skipti munaði hinna gömlu menningar- landa. í fyrsta skipti í sögu þeirra var ljúffengt vín drukkið og dans stiginn við glymjandi hl.ióðfæra- slátt í tjöldum þeirra. Aldrei fyrr höfðu konur Mongóla klæðzt silki- skarti. En þessi nýi munaður varð þeim eigi að falli, líkt og mörgum öðrum sigursælum villi- þióðum, og það er í annála fært, að á hverjum morgni kysstu her- foringjar söðla sína og sneru and- liti sínu í átt til hinna bláu fjalla, áður en þeir stigu á bak hestum sínum, og báðu sér sigurs. ,.Við erum synir sléttunnar,“ sögðu þeir, ,rog hesturinn er okkar fararskjóti, en Diengis hinn mikli konungur okkar.“ Þegar alla vörn þraut í Norður- Kína, kom röðin að svðra ríkinu. En valdafíkn D.iengis Kans sefað- ist ekki, þótt hann ynni sér til handa eitt- mesta ríki veraldar- innar. Þá girntist hann umfram allt annað þr.jár mestu menningar- borgir þeirra tíma: Kívu, Búk- höru og Samarkand. Hann sagð- ist vera fæddur til þess að refsa syndugum lýð og spilltum þjóðum, og dró ekkert af þeirri refsingu. Búkhara var á þessum tímum víðfræg vegna mikilla og glæsi- legra bygginga, bókagerðar og bókasafna, viðskipta og iðnaðar. Höfuðborg ríkisins, Kíva, nokkru norðar í landinu, var miðstöð al- þjóðaverzlunar og mikil iðnaðar- borg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.