Dvöl - 01.01.1942, Qupperneq 52

Dvöl - 01.01.1942, Qupperneq 52
46 DVÖL horft í augu Jelínu. Þannig leið tíminn viö ærsl og mas. Svo lét eldri bróðirinn færa sér hest sinn heim að húsdyrum. „Leiktu á hljóðfærið og syngdu með Jelínu, Pavel, ég kem bráð- lega aftur. Segðu hvítu tátunni minni sögur af veröldinni þarna fyrir handan hafið, veröld, sem þú hefir séð .... segðu henni sögur!“ Hann leiddi Jelínu til dyra, kyssti hana og benti henni þang- að, sem himinn og haf mættust eins og á bláu striki. „Horfðu oft þangað, ég er þar!“ Jelína hló og teygði aftur og aft- ur úr sér til þess að fá koss, því að sjónbaugurinn, sem henni var bent á, var óralangt í burtu. Svo voru þau tvö ein eftir, Pavel og Jelína. Það var morgunn; angandi, stafalygn, heiðríkur morgunn. Um daginn sat Pavel í sólskýli hússins og söng, lék á hljóðfæri og starði á svörtu tjörnina, þar sem hrímhvítar kynj amyndir skýj - anna spegluðust í vatnsfletinum á ferð sinni um loftið. Svo leið til kvölds, og Pavel reyndi að laumast út á heiðina, en Jelína kallaði á eftir honum: „Má ég ekki koma með þér?“ Þau gengu niður á heiðina, en litu oft við til þess að horfa upp eftir ásnum. Þar stóð sumarhúsið og bakaði glugga sína í sólskin- inu .... málað rauðleitum lit- brigðum af pensli aftanroðans. „Einhverntíma læt ég rauð- mála allt þetta hús,“ sagði Jelína um leið og hún virti fyrir sér hina breiðu pensildrætti á veggjunum. „Og hvers vegna?“ spurði Pav- el og leit á Jelínu. „Þá verður það æfinlega rautt.“ Þau reikuðu um þögul. Lyngið angaði í sínum rauða blóma. End- ur og sinnum gátu þau ekki að sér gert að anda að sér djúpum teyg- um. Allt í einu tók Pavel Jelínu í faðm sér og hrópaði upp yfir sig: „Þú gerir mig ærðan!“ „Og þú mig líka!“ sagði Jelína og sleit sig úr þéttum faömlögum hans. Andardráttur Jelínu var ákafur, og um leið og hún sagði þetta, lok- aði hún augunum allra snöggv- ast. Pavel sá það. Þau fjarlægðust sumarhúsið æ meir. Bæði virtust bera kvíðboga fyrir því að snúa aftur til hinna hljóðlátu herbergja, þar sem næt- urhvíldin beið þeirra. En þau sneru við eigi að síður, og Pavel bar Jelínu á örmum sín- um upp tíu æðiþröng stigaþrep. Hann gat aðeins stunið upp: „Snertingin við þig gerir mig ennþá ærðari!“ „Og mig líka!“ svaraði Jelína og hló aftur .... undarlegum, ó- skiljanlegum hlátri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.