Dvöl - 01.01.1942, Blaðsíða 54

Dvöl - 01.01.1942, Blaðsíða 54
48 DVÖL Og þegar Pavel rankaði við sér úr draumleiðslu kossins, sagði Jel- ína og benti um leið á fjarlægan sjónbauginn: „Þú færð mig, ef þér auðnast að brjóta þér veg til mín frá sólar- upprásinni þarna fyrir handan .... samhliða gamla veginum, sem er vegur bróður þíns að hjarta mínu. Ef þú kemur þaðan .... þaðan . .. . og sækir mig .... kemur þinn eiginn veg gegnum torfærur skóg- arins, þá fer ég með þér. Elskar þú mig, Pavel?“ Nasavængir Jelínu titruðu, og Pavel ímyndaði sér, að hún þráði þegar svo ákaft kærleik hans. Pavel horfði í áttina til hins fjarlæga sjónbaugs. „Jelína, þarna fyrir handan liggur hafið. Þar byrjar vegur minn hingað. Ég mun gera hann handa þér og nema þig brott með mér. Sjáðu! Þetta haf er framhald veg- ar míns, hann ber okkur síðan bæði burt héðan, er það ekki? .... Víst .... víst elska ég þig, Jelína!“ Jelína hló. „Nú áttu endurminninguna um míg, farðu! Hvers vegna hafð- irðu hana ekki ennþá flónslegri?“ Og hún losaði sig úr faðmlögum Pavels og ýtti honum frá sér. Pavel fór. Hann gekk yfir marga sólargeisla, sem féllu á veginn á milli trjánna .... þeir voru allir eins og gylltir hnífar, sem fallið hefðu niður úr belti morgunsins. Pavel fór ekki þann veg, sem borið hafði bróður hans 1 arma Jelínu; hann fór þegar sinn eiginn veg, þann, er hann brátt mundi ryðja og jafna fyrir Jelínu. Pavel fór nú þegar þá leið, sem lá til hafsins, já, yfir hafið. Pavel var ennþá ungur, og hann átti orku og trú. Nú var ástin honum vegurinn til lífsins. Jelína horfði á eftir manninum, þar sem hann fór, og hláturinn hafði stirðnað á rauðum vörum hennar. Hún var falleg, og hún vissi það og vildi láta gjalda fegurð sína dýru verði; hin minnsta snert- ing við hana kostaði lífið. Nú hafði hún verið snert, kysst, já, og meira að segja vafin örmum bak við hið gráa fortjald næturinnar. Jelína vissi, að hún vár fangi fegurðar sinnar í sumarhúsinu. Hún krafði mann sinn um dægra- dvöl, einnig þá löngu daga, sem hann ekki var viðlátinn til þess að hafa af fyrir henni. Jelína vildi hafa eitthvað til að hlæja að á einverudögunum, og brátt skyldi hún nú líka fá það. Bróðir manns hennar skyldi nú verða henni til athlægis, henni til gam- ans, sem hefnd fyrir fegurð henn- ar .... fegurð, sem var henni fjöt- ur um fót. Hún vildi fórna Pavel fyrir hlátur sinn, til þess að sýna manni sínum, hve fögur hún var í raun og sannleika. Lífið var lagt í sölurnar fyrir fegurð hennar .... jafnvel snertinguna eina saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.