Dvöl - 01.01.1942, Page 55
DVÖL
49
Jelína vildi sýna manni sínum, að
fegurð hennar var ekki falin að
ófyrirsynju.
Og Jelína hló, af því að hún vissi,
að hún hafði örlög manns í hendi
sinni.
Brátt hurfu útlínur sumarhúss-
ins bak við trén, og þó að Pavel
sneri sér við til þess að skyggnast
um, sá hann ekki annað en hinn
upphleypta veg bróður síns í skóg-
arþykkninu. Jörðin dúaði undir fót-
um hans, og innan stundar var
sjónbaugurinn einungis endur-
minning frá dyraþrepi sumarhúss-
ins.
Orð Jelínu ráku á eftir Pavel;
hann gekk hröðum skrefum yfir
holt, læki og dældir, yfir víðlend-
ar heiðar og gegnum þétta greni-
lundi og talaði við sjálfan sig. Og
hann hafði engan tíma til að at-
huga, hvernig verða mundi að fara
aftur sömu leið sem vegagerðar-
maður. Honum lá mjög á að kom-
ast áfram til þess að byrja á vegi
sínum, og hann var ánægður,
hversu vel honum sóttist ferðin.
Pavel gekk greiðlega og gat ekki
látið af að hugsa um, að brátt
mundi hann koma aftur .... Þetta
var kjarkur hans, trú hans og von.
Vika var liðin, síðan Pavel lagði
af stað, og nú kom hann til baka
með stóran flokk manna. Hann
hafði keypt heiðarnar og skóglend-
ið, sem vegurinn átti að liggja um,
og hann hóf sjálfur verkið með því,
að höggva öxi sinni í fyrsta trjá-
stofninn og marka fyrir veginum:
Þangað, þangað!
Og svo miðaði nýja veginum
hægt og sígandi áfram frá haf-
ströndinni og í áttina til hvíta
sumarhússins. Þessi nýi vegur var
eins og skuggi af gamla veginum;
báðir lágu samhliða, og hægt var
að sjá af hvorum fyrir sig yfir á
hinn. Gamli vegurinn lá að hjarta
Jelínu, og þangað mundi einnig
hinn nýi leiða þann, sem gerði
hann.
Bróðir Pavels ók framhjá, sá
mannsafnaðinn, stöðvaði hest sinn
og leit agndofa yfir verkið. Hann
sagði við Pavel:
„Pavel! Ertu genginn af vit-
inu, bróðir sæll? Hér er þegar til
vegur! Þú getur alveg eins farið
hann! Eða hefirðu kennske í
byggju að byggja þér sumarhús,
þar sem þú efnir til nýs vegar?“
„Þú hefir á réttu að standa;
ég er genginn af vitinu,“ svaraði
Pavel.
En hann horfðist ekki í augu við
bróður sinn.
„Já, hann byggir sér sumar-
hús, gerir sinn eigin veg, hann er
ungur og æðisgenginn; hver getur
botnað í honum?“ svaraði Jelína og
kyssti burt grun manns síns.
Flokkurinn ruddist áfram sveitt-
ur, syngjandi, ragnandi og hróp-
andi. Og skógurinn varð að láta í
minni pokann fyrir háreysti mann-
anna; hin angurbliða ró hans