Dvöl - 01.01.1942, Blaðsíða 55

Dvöl - 01.01.1942, Blaðsíða 55
DVÖL 49 Jelína vildi sýna manni sínum, að fegurð hennar var ekki falin að ófyrirsynju. Og Jelína hló, af því að hún vissi, að hún hafði örlög manns í hendi sinni. Brátt hurfu útlínur sumarhúss- ins bak við trén, og þó að Pavel sneri sér við til þess að skyggnast um, sá hann ekki annað en hinn upphleypta veg bróður síns í skóg- arþykkninu. Jörðin dúaði undir fót- um hans, og innan stundar var sjónbaugurinn einungis endur- minning frá dyraþrepi sumarhúss- ins. Orð Jelínu ráku á eftir Pavel; hann gekk hröðum skrefum yfir holt, læki og dældir, yfir víðlend- ar heiðar og gegnum þétta greni- lundi og talaði við sjálfan sig. Og hann hafði engan tíma til að at- huga, hvernig verða mundi að fara aftur sömu leið sem vegagerðar- maður. Honum lá mjög á að kom- ast áfram til þess að byrja á vegi sínum, og hann var ánægður, hversu vel honum sóttist ferðin. Pavel gekk greiðlega og gat ekki látið af að hugsa um, að brátt mundi hann koma aftur .... Þetta var kjarkur hans, trú hans og von. Vika var liðin, síðan Pavel lagði af stað, og nú kom hann til baka með stóran flokk manna. Hann hafði keypt heiðarnar og skóglend- ið, sem vegurinn átti að liggja um, og hann hóf sjálfur verkið með því, að höggva öxi sinni í fyrsta trjá- stofninn og marka fyrir veginum: Þangað, þangað! Og svo miðaði nýja veginum hægt og sígandi áfram frá haf- ströndinni og í áttina til hvíta sumarhússins. Þessi nýi vegur var eins og skuggi af gamla veginum; báðir lágu samhliða, og hægt var að sjá af hvorum fyrir sig yfir á hinn. Gamli vegurinn lá að hjarta Jelínu, og þangað mundi einnig hinn nýi leiða þann, sem gerði hann. Bróðir Pavels ók framhjá, sá mannsafnaðinn, stöðvaði hest sinn og leit agndofa yfir verkið. Hann sagði við Pavel: „Pavel! Ertu genginn af vit- inu, bróðir sæll? Hér er þegar til vegur! Þú getur alveg eins farið hann! Eða hefirðu kennske í byggju að byggja þér sumarhús, þar sem þú efnir til nýs vegar?“ „Þú hefir á réttu að standa; ég er genginn af vitinu,“ svaraði Pavel. En hann horfðist ekki í augu við bróður sinn. „Já, hann byggir sér sumar- hús, gerir sinn eigin veg, hann er ungur og æðisgenginn; hver getur botnað í honum?“ svaraði Jelína og kyssti burt grun manns síns. Flokkurinn ruddist áfram sveitt- ur, syngjandi, ragnandi og hróp- andi. Og skógurinn varð að láta í minni pokann fyrir háreysti mann- anna; hin angurbliða ró hans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.