Dvöl - 01.01.1942, Side 56

Dvöl - 01.01.1942, Side 56
50 D VÖL skalf af axarhöggunum einum, svo að ekki sé nú minnzt á hrópin og sönginn. Tré féllu til jarðar, steinar ultu í lynginu, uppgröfturinn úr skurð- unum hrúgaðist upp eins og gráir faldar á vegarbrúnunum, og ax- irnar áttu fullt í fangi með að vinna á ólseigum rótartágum trjánna. Pavel eggjaði menn sína látlaust. „Þegar sumri lýkur, ættum við að vera búnir með veginn.“ En svo ók Jelína einu sinni um veginn, stöðvaði hest sinn hjá verkamönnunum og seiddi Pavel, með hlátri sínum, til þess að gefa sig í ljós. „Pavel, þú átt að koma einn þíns liðs.“ Og Pavel sendi mennina frá sér, hélt eftir öxi og reku, járn- karli og haka og hóf svo einn að ryðja veg sinn. Jelína stóð iðulega á dyraþrep- inu og horfði hlæjandi í áttina til sjónbaugsins. En þar sást ekkert til komumanns. Pavel var ennþá langt 1 burtu. „Sérðu, hve ég er falleg?“ kall- aði Jelína eitt sinn til manns síns. Þá gat að sjá í hinni jöfnu, víð- lendu grænku skógarins dökka rák meðfram gamla vegfarinu. Þar var Pavel að koma .... fífldjarf- ur brautryðjandi, grátbænandi um lengri daga, grátbænandi um að sumarið entist lengur. „Ég sé,“ sagði maðurinn, án þess þó að sjá nokkuð. Jelína skellihló, og nasavængir hennar titruðu. Á hverjum morgni kom Jelína út á dyraþrepin, horfði hlæjandi í átt- ina til sjónbaugsins og vaggaði sín_ um fagra skapnaði í sólskininu. Dökka rákin í skógarþykkninu nálgaðist ofurhægt, þar sem Pavel, ungur, skapæstur, löngunarfullur og þolgóður, braut sér veg til Jel- ínu. Hann trúði á lífið og sinn eig- inn veg, og sá vegur hét Kærleikur. Pavel var ávallt tekinn til starfa, þegar sólin kyssti morguninn til lífsins. Oft klifraði hann upp í trjákrónu til þess að sjá, hversu langt hann átti ófarið til Jelínu. Langt, óralangt! Sumarhúsið var að sjá eins og lítill snjóskafl á ásnum. Það bar við, að kvöldsólin varpaði skærum glampa frá gluggum sumarhúss- ins, og þá rétti Pavel upp hendina: „Ég kem, ég kem!“ Bróðir Pavels ók öðru hvoru framhjá, en Pavel var þá annars hugar og svaraði ávarpi bróður síns ævinlega á sömu leið: „Víst er ég genginn af vitinu!“ Vinnan hrómlaði og særði svo hendurnar á Pavel, að þær urðu engu lagi líkar, skeggið óx, og föt- in hans rifnuðu í hengla, en áfram ruddist hann í gegnum skóginn, ýmist hlæjandi eða grátandi .... lagði veg ástar sinnar .... í átt- ina til Jelínu, til töfradísarinnar. í brjósti hans svall hrífandi dirfska: Hvert fallandi tré færir

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.