Dvöl - 01.01.1942, Síða 57

Dvöl - 01.01.1942, Síða 57
D VÖL 51 þig nær! Hver nýr dagur kunn- gerði: Nú ertu kominn lengra á- leiðis en í gær! Og frá krónum trjánna hvíslaði blærinn einnig sínum eggjunarorðum: Til hafsins til hafsins, já, yfir hafið. Tréin féllu, steinarnir ultu í lynginu, og ferskur uppgröfturinn úr skurðunum hrúgaðist upp á veg- arbrúnunum .... með sinn brúna svala. Jelína hafðist nú við að kalla frá morgni tll kvölds úti á dyra- þrepunum, og á rauðum vörum hennar hafði stirðnað þrotlaus hlátur. Hún sótti ekki framar yndi til spegilsins, tjarnarinnar og til- breytingarleysisins í augum manns síns. Hún leit nú öðrum augum á fegurð sina .... leit á hana með meiri sannfæringarkrafti en áður. Jelína vissi, að dagar sumarsins voru senn taldir. Pavel var ennþá langt í burtu, en honum miðaði jafnt og þétt á- fram í áttina til Jelínu, til lífs síns. Úr hinum fjarlægu fylgsnum skógarins komu kvöldin æ fyrr og æ dimmari yfir Pavel; biðin eftir dumbrauðri morgunsólinni varð æ lengri. En hann nálgaðist líka sumarhúsið æ meir. Nú sást það orðið greinilega úr trjákrónunum •... sumarhúsið með dyraþrepin, sem sneru út að hinu fjarlæga hafi. Pavel barðist af þrautseigju við tré, rætur og steina, og hann sótti fram sem sigurvegari. Hann átti ungt og hraust hjarta. Hann vissi, að einhverntíma mundi hann taka Jelínu með sér til hafsins, já, yfir hafið, og nálgun þess dags gaf honum orku. Sólarljósið linaði þreytu hans, verkaði á hann eins og hlýleg, örvandi atlot; og Pavel fann, að ekkert gat hindrað hann, því að hjarta hans var ungt. „Víst er ég genginn af vitinu,“ kallaði Pavel ævinlega til bróður síns. Og svo kom haustið. Einn sólbjartan morgun sá Pavel Jelínu aka burt frá sumarhúsinu. Hann hljóp lengi með kerrunni, eftir sínum eigin vegi, og kallaði: „Þú kemur líklega hingað aft- ur, þú kemur líklega .... þegar nýtt sumar gengur í garð .... Jel- ína! Þú bíður líklega ennþá eftir mér! Sjáðu, hve langt vegurinn minn er þegar kominn; hann byrj- ar við hafið, breiði vegurinn okkar út í veröldina!" Og Pavel hljóp með kerrunni alla leið þangað, sem vegur hans hófst, hljóp móður og másandi af áreynslu, með fráhneppta vinnu- treyjuna sína; hann kunni sér ekki læti fyrir fögnuði. „Jelína! Sjáðu, svona langt er ég þegar kominn!“ Svo breiddu skýin sig yfir loftið eins og risaskjaldbökur. Það rigndi í sífellu. Og Pavel sneri til borgar Jelínu. En áður en nýtt sumar hafði setzt að í skógunum með rauðu brumhnappana sína, áður en vorið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.