Dvöl - 01.01.1942, Side 59

Dvöl - 01.01.1942, Side 59
DVÖL 53 sólþyrst. Hún hló, en hláturinn dó fljótlega út á vörum hennar. Pavel sat í ásbrekkunni, og að baki honum lá vegurinn til hafs- ins. Hann var eins og svört rák gegnum villiskóginn. Pavel hló. Hendurnar á honum voru blóðugar, skeggið úfið og ó- hreint og fötin hengilrifin. En úr augum hans brann kraftur sigur- vegarans. Hann hló nú og horfði djarfmannlega á Jelinu; en Jelína hló ekki og huldi ekki nekt sína. því að hún trúði ekki sínum eigin augum. Pavel reis á fætur og tók að staulast upp ásinn með útréttar hendur og hlæjandi .... með Jel- ínu fyrir augum, með ótaminn æskuþrótt og brennheita þrá í augnaráðinu. Jelína sá hann koma. En þegar henni varð litið á kræklóttar, sprungnar og naglétnar hendurn- ar á honum, fráneygt, veðurbitið andlitiö, óhrein fötin og sólbrennt brjóstið, þá hljóðaði hún upp yfir sig. flúði upp dyraþrepin og afhjúp- aði þá einnig, með augnaráði sínu, nekt hjarta sins. Pavel sá það. Hann gekk hægum skrefum upp dyraþrepin, leit um öxl, til hins fjarlæga hafs, sem var svo langt í burtu, að erfitt var að greina á milli upphillingar þess og bláma loftsins •— og yfir dökka vegfarið, sem lá frá rótum ássins að strönd hafsins. Vegurinn var langur .... „Díngeysk ljóð“ (Vísurnar eru tileinkaðar Þórarni Stef- ánssyni, hreppstjóra á Húsavik, sem var hvatamaður að útgáfu ljóðanna). Líttu reitinn, þjóö mín, þenna, þarna er trúrra handa verk. Sjáöu hópinn karla og kvenna klœddan vinnulýösins serk. Lúin hönd þótt héldi’ á penna, hér var ritin saga merk. Árin liöa, aldír. renna, ei skal hrynja varöan sterk. Þingeyingur, hrund og halur, hér. var lof þitt vottum fest, skreyttur þinnar sœmdar salur, svo hann viröíst prýöa flest. Ónytjung var aldrei falur oröstír sá, er lýsir mest. Endurhljómi hlíö og dalur: „Heima þjóna’ eg guði bezt“. Borgfiröingur. óralangur .... og kom héðan ó- kunnuglega fyrir sjónir. Pavel reikaði niður ásinn og tók til starfa að nýju. Hann beindi vegi sínum til svörtu tjarnarinn- ar, sem ekki hafði fengið að sjá rætast drauminn um að fá þrýst hinni hvítu lilju hjarta síns að brjósti sínu. Og svo óf linnean ilmandi blóma- breiðu yfir hljóðan veginn.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.