Dvöl - 01.01.1942, Page 60

Dvöl - 01.01.1942, Page 60
54 DVÖL Ferskeytlnr FERSKEYTLURNAR eiga sinn þátt 1 menningu íslendinga. Um langan ald- ur hafa þær verið orðhögum og listhneigð- um mönnum tiltækilegast form skáld- skapar. Og meira en það: Vísnagerðin hefir verið eins konar skáldskaparskóli. Úr þeim skóla hafa mikil skáld verið leidd til sætis í sölum Braga, og þar hefir al- þýða manna fengið þjálfun og þroska til skilnings og mats á skáldskap. Saga þjóðarinnar og tilfinningar fólks- ins speglast líka i stökunum og ferskeytl- unum. Þar birtist líf manna og starfs- heimur, harmur og gleði, trú þeirra og hugarvíl, manndómur og vesaldómur, ást og hatur, tryggð og brigðlyndi. Stephan G. Stephansson, skáldjöfurinn mikli. komst svo að orði: Undarleg er íslenzk þjóð! Allt, sem hefir lifað, hugsun sína og hag í Ijóð hefir hún sett og skrlfað. Hlustir þú og sé þér sögð samankveðna bagan, þér er upp í lófa lögð: landið, þjóðin, sagan. Dvöl vill legeja rækt við ferskevtlurnar en afrækja eigi, enda hafa ýmsir vikið af henni vísum. Lifir hún í þeirri von, að fleiri verði til þess síðar. * Páll Guðmundsson, bóndi á Hjálmsstöð- um í Laugardal, kvað þessa vísu, er hann kom heim eitt sinn, dauðkaldur: Hlýjar bólið seimasól, sút og ólund snýr í Jól, breytir njólu í birtu og skjól, blíð sem fjóla á skógarhól. Þetta var nú eftir þrjátlu ára hjóna- band. Annað sinn var kona Páls fjarverandi, og þótti honum dauflegt heima. Þá kvað hann: Mér að stytta stundarbil strýk ég penna að línu. Kúri ég nú fyrir utan yl einn í bóli mínu. Kuldalega klukkan sló. Kári þökin lemur. Finn ég ekki frið né ró fyrr en Rósa kemur. * Jón Jónsson, bóndi að Eyvindarstöðum í Blöndudal, er hagyrðingur góður, en heldur vísum sínum lítt á loft. Dvöl hefir komizt yfir nokkrar vísur eftir hann, orktar vorið 1939: Vetur gengur garði frá, greiðist engi úr dróma. Hlustar mengi hrifið á hlýja strengi óma. Tíminn allar tætir frá tætlur mjallardúka. Gullnir falla geislar á grýtta fjallahnjúka. Öllu forði fenginn er, fást þess skorðuð merki: Um loft og storðu leikur sér líf í orði og verki. Endurvakin vorsins blóm vefa þak á grundir, lóur kvaka léttum róm, leitin taka undir. Mega lýðir muna hér margan blíðan vetur, og hvergi um víða veröld er vor, sem prýða betur.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.