Dvöl - 01.01.1942, Blaðsíða 60

Dvöl - 01.01.1942, Blaðsíða 60
54 DVÖL Ferskeytlnr FERSKEYTLURNAR eiga sinn þátt 1 menningu íslendinga. Um langan ald- ur hafa þær verið orðhögum og listhneigð- um mönnum tiltækilegast form skáld- skapar. Og meira en það: Vísnagerðin hefir verið eins konar skáldskaparskóli. Úr þeim skóla hafa mikil skáld verið leidd til sætis í sölum Braga, og þar hefir al- þýða manna fengið þjálfun og þroska til skilnings og mats á skáldskap. Saga þjóðarinnar og tilfinningar fólks- ins speglast líka i stökunum og ferskeytl- unum. Þar birtist líf manna og starfs- heimur, harmur og gleði, trú þeirra og hugarvíl, manndómur og vesaldómur, ást og hatur, tryggð og brigðlyndi. Stephan G. Stephansson, skáldjöfurinn mikli. komst svo að orði: Undarleg er íslenzk þjóð! Allt, sem hefir lifað, hugsun sína og hag í Ijóð hefir hún sett og skrlfað. Hlustir þú og sé þér sögð samankveðna bagan, þér er upp í lófa lögð: landið, þjóðin, sagan. Dvöl vill legeja rækt við ferskevtlurnar en afrækja eigi, enda hafa ýmsir vikið af henni vísum. Lifir hún í þeirri von, að fleiri verði til þess síðar. * Páll Guðmundsson, bóndi á Hjálmsstöð- um í Laugardal, kvað þessa vísu, er hann kom heim eitt sinn, dauðkaldur: Hlýjar bólið seimasól, sút og ólund snýr í Jól, breytir njólu í birtu og skjól, blíð sem fjóla á skógarhól. Þetta var nú eftir þrjátlu ára hjóna- band. Annað sinn var kona Páls fjarverandi, og þótti honum dauflegt heima. Þá kvað hann: Mér að stytta stundarbil strýk ég penna að línu. Kúri ég nú fyrir utan yl einn í bóli mínu. Kuldalega klukkan sló. Kári þökin lemur. Finn ég ekki frið né ró fyrr en Rósa kemur. * Jón Jónsson, bóndi að Eyvindarstöðum í Blöndudal, er hagyrðingur góður, en heldur vísum sínum lítt á loft. Dvöl hefir komizt yfir nokkrar vísur eftir hann, orktar vorið 1939: Vetur gengur garði frá, greiðist engi úr dróma. Hlustar mengi hrifið á hlýja strengi óma. Tíminn allar tætir frá tætlur mjallardúka. Gullnir falla geislar á grýtta fjallahnjúka. Öllu forði fenginn er, fást þess skorðuð merki: Um loft og storðu leikur sér líf í orði og verki. Endurvakin vorsins blóm vefa þak á grundir, lóur kvaka léttum róm, leitin taka undir. Mega lýðir muna hér margan blíðan vetur, og hvergi um víða veröld er vor, sem prýða betur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.