Dvöl - 01.01.1942, Page 63

Dvöl - 01.01.1942, Page 63
dvöl 57 hrings? Mér líður vel hér. Mig langar til þess að sofa í næði. Er ekki nóg, að ég hlýði messu með lotningu tvisvar hvern helgidag og sé á bænasamkomum á hverju miðvikudagskvöldi?“ Trúin hans Smiðs hnipraði sig saman og geispaði. Gólfábreiðan var mjúk og hlý. Presturinn mælti: „Ertu annars ein hérna?“ „Við erum allar hérna, trú Jón- asar og konu hans, trú Browns og konu hans — við erum hér allar. Okkur líður vel hér, og í nútíma- Hfinu er ekkert rúm fyrir okkur.“ Presturinn rétti hendina undir kirkjustól Browns og dró trúar- skapnað hans fram. Þetta var hvapkennd, ólöguleg og vambkýld hking þessa velmetna borgara, hans Browns miðlara. Presturinn hristi hana óþyrmilega. Beinlausir fæturnir lyppuðust, döpur augun ranghvolfdust; Önnur lífsmerki voru ekki sýnileg. „Ég er trú Browns á guð. Stall- systur mínar eru hérna líka — samvizka hans, dyggðavitund, ást hans. — Við erum aldar á pening- úm og hafðar hér til þess að vernda hann frá öllu illu. Fæðan er ónóg, °g bein okkar eru lin, því að þau vantar sölt og kalk og áreynslu. erum að sofna svefninum langa.“ hegar hér var komið greip trú konu hans fram í. Hún var fögur á sinn hátt, mjög kvenleg og glað- leg með barðalausan hatt og skrautklædd. „Þetta er hvítasunnuhatturinn minn — ljómandi fallegur!“ Hún var þó glaðleg, þótt hana skorti þrótt. — Trú Browns var aftur á móti bæði ólöguleg og líflaus. Presturinn gekk frá einum kirkjubekknum til annars og vakti íbúana með heiftúðugum spörk- um og áminningum og ætlaði nú að taka þá til bæna, kröftuglegar en hann hafði nokkurntíma áður gert, því að hann var reiður. En þegar hann var kominn upp í pre- dikunarstólinn, var allur söfnuður- inn hniginn í sama, væra svefninn og áður. Hann vaknaði. Marteinn Lúther, höfundur sið- bótarinnar svokölluðu, er sagður hafa ort þetta erindi: Wer nicht liebt Wein, Weib und Gesang, Er wird ein Narr sein Leben lang. Jón Thoroddsen skáld íslenzk- aði það á þessa leið: Sá, sem aldrei elskar víf, óð né fagran svanna, hann er alla ævi sin andstyggð góðra manna.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.