Dvöl - 01.01.1942, Side 64
58
DVÖL
Bróðnrleit
Eftir Pilr Lngerkvist
Hclgi Sæmundsson þýddi
T BORG NOKKURRI áttu bræð-
A ur tveir heima. Hinn eldri
þeirra hét Mikael, en hinn yngri
Stefán. Faðir þeirra hafði verið
mjög framtakssamur og dugandi
maður. Bræðurnir höfðu hlotið í
arf eftir hann smiðju, er þeir
ráku í félagi. Smiðjan stóð í út-
jaðri borgarinnar rétt við veginn,
sem lá út í sveitina. Veggir henn-
ar, pem upphaflega höfðu verið
hvítkalkaðir, voru nú svartir af
sóti. Gluggarnir voru litlir og
þaktir köngullóavefum. Það var
myrkt inni þar og lágt til lofts.
Steðjinn stóð á miðju gólfi. Kol
aflsins brunnu í varmri glóð.
Belgurinn hófst og hneig með
stunum og gný. Þetta var gömul
smiðja. Völlurinn umhverfis hana
var troðinn og gróðurlaus.
Bræðurnir bjuggu í fornfálegu
húsi hinum megin vegarins. Móð-
ir þeirra bjó hjá þeim. Hún mat-
reiddi handa þeim og bjó um
rekkjur þeirra.
Þegar bræðurnir yoru að vinnu
sinni í húmi smiðjunnar, virtist
sem þeir væru ein sál í tveim lík-
ömum. En kæmu þeir út í dags-
birtuna, sást hversu gerólíkir þeir
voru. Báðum óx þeim skegg, sem
þó gat eigi dulið hinn mikla mun
andlita þeirra. Andlitsdrættir
eldra bróðúrins voru djúpir og
festulegir. Varir hans voru þunn-
ar, og augnaráðið bar vott um al-
vöru og greind. Yngri bróðirinn var
aftur á móti draumlyndur og við-
kvæmur. Óljós þrá lá falin í aug-
um hans.
Munur þeirra bræðra hafði eigi
birzt með áberandi hætti, meðan
faðir þeirra var á lifi. Hann gat
látið alla lúta vilja sínum. Hann
var líka heilbrigt mikilmenni. En
kvöld nokkurt, þegar hann stóð við
steðjann og rauður bjarminn frá
glóð aflsins lék um glugga, hneig
hann örendur til jarðar. Aðeins
örfá augnablik voru iiðin, síðan
sleggja hans hafði mótað stálið.
Bræðurnir báru hann út úr lág-
reistri smiðjunni, þar sem hann
hafði unnið ævistarf sitt, yfir
veginn og inn í húsið hinum meg-
in. Þeir klæddu hann úr vinnu-
fötunum og þvoðu sótið af lík-
ama hans. Síðan færðu beir hann
1 mjallhvítan búning. Útförin fór
fram skömmu síðar.
En eftir að faðirinn var látinn,
tók munur þeirra bræðra brátt að
birtast. Mikael kvað það vilja
sinn, að þessi fornfálega og þrönga
smiðja yrði rifin og önnur stærri