Dvöl - 01.01.1942, Side 69

Dvöl - 01.01.1942, Side 69
DVÖL 63 minntist alls þess, er þeir áttu sameiginlega, unz þeir urðu ósáttir og leiðir þeirra skildu. Hann minnt- ist þess, að móðir þeirra sat ald- urhnigin og grá fyrir hærum heima á æskuheimili þeirra. Hún hafði borið þá báða undir belti sér. í skauti hennar höfðu þeir báðir þroskazt. Hún hafði orðið að þola sárar þjáningar við fæðingu þeirra beggja. Höfug tár runnu nið- ur vanga hans, er hann minntist alls þessa. Hann hlustaði á harmakvein hinna særðu umhverfis sig. Gat hann ekki greint rödd bróður síns? Hann mælti við sjálfan sig: „Ég verð að leita bróður míns“. Hann skreið af stað út í ægilegt myrkrið. Hendur hans og hné urðu rakar af blóði, sem vætti þéttvax- ið grasið. Hann heyrði háreysti bardagans, gný fallbyssanna og þrumur sprengikúlnanna. Allt þetta virtist honum svo framandi og fjarlægt. Það skeði úti í sólskin- inu. Hann skreið um hér djúpt niðri í myrkrinu meðal hinna deyj- andi og dánu. Hann þreifaði fram fyrir sig. Þá fann hann mann, sem lá á jörð- inni. Hann fann, að hann myndi Vart kominn af æskuskeiði. Hann Vfirgaf hann og hélt áfram för sinni. Hann mælti við sjálfan sig: „Hvernig á ég að geta fundið bróð- Ur minn í þessu myrkri? Ég heyri aigi rödd hans og veit eigi, hvar hans er að leita“. Hann rakst á annan mann, sem þegar var látinn. Hann kraup nið- ur að höfði hans og þreifaði um andlit hans. Þetta var ókunnur maður. Og Mikael hélt áfram för sinni út í myrkrið. „Hvernig á ég að finna bróður minn?“ spurði hann sjálfan sig að nýju. Og hann dæmdi sig áfellis- dómi fyrir að skynja eigi, hvar bróðurhjartanu blæddi. Lengra burtu lá enn annar her- maður í valnum. — Hann var enn ekki dáinn. Nú, er hönd snerti hann, bað hann stynjandi um hjálp. En Mikael þekkti á röddinni, að þetta var eigi bróðir hans. Þó fannst honum hann sjá manninn horfa á sig kvalafullu og biðjandi augnaráði. Hann gat gert sér i hug- arlund angist hans yfir örlögum sínum, er hann var yfirgefinn með hinum miskunnarlausu orðum. — „Ég leita bróður míns“. Þannig skreið hann frá einum til annars. Að lokum hrasaði hann um mann nokkurn. Hann fann, að honum var vaxið skegg. — Hann hrópaði nafn Stefáns bróður síns til hans út í auðnarmyrkrið. Hann þreifaði um andlit hans. Fingur hans fylgdu rannsakandi sérhverjum drætti þess. Hann reyndi að skapa í huga sér skýra mynd af bróður sínum. — Þá varð honum það ljóst, að hún var tekin að fyrnast honum. Og hann minntist hinna mörgu ára, er hann hafði forðazt og forsmáð bróður sinn. Höfug tár runnu að

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.