Dvöl - 01.01.1942, Blaðsíða 72

Dvöl - 01.01.1942, Blaðsíða 72
DVÖL 3íjaí't'cjönguma6ur (Sftlr gónaö íStgggoafon^, Mér varS oft í œsku litið upp á fjallsins bláu tinda. Þangað hug minn sífellt seiddi sumarfegurð bjartra mynda. Eftir því, sem árin liðu, eldheitari varð sú þrá að sigra bergsins bröttu leiðir, brúninni að ná. Ymsum fannst sem engum myndi auðnast slíka þraut að vinna; deigra manna œðruorðum engu hlýt ég þó að sinna. Upp skal klífa á efsta tindinn og ekki sakast neitt um það, þótt góðrar ferðar enginn óski, er ég legg af stað. Morgunsólin hœsta hnjúkinn hjúpar gullnum töfraeldi, yfir bláum eggjum hvílir undrafegurð, tign og veldi. Meðan aðrir ennþá sofa, einn ég reika fjallsins til. Við mér blasa brattir hjallar, bergsins gráu þil. Hlœr mér kapp í heitum barmi, hér mun engum duga að letja. Áfram skal en ei til baka, örðugleikar skapið hvetja. Þar, sem ekkert er að vinna, engum sigri er hœgt að ná; þar, sem engu er unnt að tapa, ekkert vinnast má. Tyllt er hönd á tœpar sillur, tánum beitt í naumar sprungur; lengra, ofar, áfram miðar yfir torsótt hrikaklungur. Vöðvar stœlast, viljinn harðnar við að sigra hverja raun. Oft hafa þyngstu erfiðleikar átt sér dýrust laun. Loks við augum brúnin blasir björtum vafin sólararmi. Þrönga hef ég götu gengið, gleðin ólgar mér í barmi. Það, sem unga œsku dreymdi, uppfyllingu hlotið fœr, stund, sem áður oft ég þráði, er nú loksins nœr. Tigna fjall, sem ávallt áttir innstu þrá í huga mínum! Eg mun dvelja einn og njóta útsýnar a) tindi þínum. Engin laun þótt önnur hljóti en þú dásamlegu sýn, finnst mér vera að fullu goldin ferðin upp til þin. Stend ég einn á hœsta hnjúknum, hrifinn töfrum morgunstundar. Eldur sólar sindrar yfir sveitinni, sem ennþá blundar. Finnst mér eins og yfir landið einlwer rétti bjarta hönd, liönd, sem blessar yfir alla, innst úr dal að strönd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.