Dvöl - 01.01.1942, Blaðsíða 74

Dvöl - 01.01.1942, Blaðsíða 74
68 DVÖL Jóhannes þagði. Það hefir nú heldur ekki gefið lengi, hélt maðurinn áfram. Ónei, sagði Jói sjó, dró hægri hendi upp úr vasanum og nuggaði hökuna. Síðan labbaði hann yfir að hinum borðstokknum. En hvernig er annars afkoma manna þar upp frá? spurði maður- inn og var aftur kominn að hlið hans. Þá gekk Jói sjó inn í farþega- klefann án þess að svara mann- inum. Hnúh, sagði maðurinn, sem stóð eftir og skildi ekki, hvernig lá í mönnum, sem gátu hagað sér svona. Einhver sagði honum, að þetta væri fylliraftur, og þá var hann ekki móðgaður lengur en leit á hann eins og hvern annan vol- aðan aumingja. Inni í farþegaklefanum settist Jóhannes út í skot, þar sem enginn tók eftir honum nema tvær konur, sem sátu næstar honum og þótt- ust tala svo lágt, að enginn heyrði. Önnur sagði: Hann Jói sjó fer ábyggilega á fyllirí — en annars gæti ég nú trúað, að honum bregði við, síðan konan hans veiktist, að vera einn með börnin. Hin sagði: Ætli hún sé mikið veik? Sú, sem byrjaði: Já, hún er vist mikið veik. Á ég að segja þér: Einu sinni vissi ég til að þeim lenti svo saman, að það var víst bara á takmörkum, að hann dræpi hana ekki. En veiztu það nýjasta — nú varð rödd hennar hvíslandi: Það er sagt, að hann sé að makka við kerlingu fyrir sunnan. Það veit víst enginn af því. Gústa sagði mér það, — en hefirðu nokkurn tíma vitað annað eins? Meðan konan hans er veik — þær hnipptu hvor í aðra, og ef vel var að gáð, mátti sjá augum gotið í vissa átt. Kannske hann sé bara að sækja hana, hvorki meira né minna? Almáttugur, ekki vildi ég vera gift svona manni. Það segi ég sama til, sagði hin og bætti við: Það hlýtur að vera leið- inlegt að vera gift svona manni. Jóhannes sjóari stóð upp og fór út. Hann vék sér á afvikinn stað, og lítið barn, sem var forvitið, eins og önnur börn, hljóp til mömmu sinnar og sagði, að það væri maður þarna fram á og væri að gráta. Móðirin sagði barninu að þegja og vera ekki með bull og þvaður — en fram á sat maður og var að gráta — punktur. Kvöld, morgnar, dagar, vikur, ár. Stundum kemur þetta upp í vit- und mannsins, skýrt og ljóslifandi, eins og þegar maður tekur sér bók í hönd, sem maður hefir lesið og gleymt og byrjar að fletta af handahófi. Eins og vísubrot, sem allt i einu skýtur upp í huganum, eins og gömul rykfallin föt, sem maður rekst á í kjallaranum, þar sem þau hafa hangið lengi, en maður tók ekki eftir fyrr en farið var að þrífa kjallarann, og þá sést að þau eru rykfallin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.