Dvöl - 01.01.1942, Page 78

Dvöl - 01.01.1942, Page 78
72 DVÖL á lífi og kjör þeirra góð í bernsku. Þeir leggja stund á íþróttir Eski- móa og gerast veiðimenn góðir og snjallir leikmenn. Dag einn þreyta þeir knattleik, og berst leikurinn víða yfir ísi- lagðar ár og voga og slétta velli. Þenna knattleik iðka sálir framlið- inna úti í stjörnugeimnum á norð- urljósakvöldum og hafa rostungs- höfuð að knetti. Keppendurnir verða ósáttir í hita leiksins og lenda í harðri orðasennu: „Móðir ykkar lét Inoqut heim- sækja sig..... Móðir ykkar lét Inoqut drepa föður ykkar .... hún kenndi ykkur að kalla manndráp- arann föður,“ segja leikbræður þeirra. Eskimóabörn elska foreldra sína meira en allt annað. Og drengirn- ir heyja ógurlegt sálarstríð. Svo kemur andi föðurins og bið- ur um hefnd. Yngri bróðirinn, Uvdloriaq, festir hvergi yndi. Sæ- drifið rýkur um ísinn, og dómurinn fellur: Hann skal deyja. Og hann tekur harpúninn. Það var vondur og grimmlyndur maður, sem Inoqut hafði drepið. Inoqut hafði misst foreldra sína

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.