Dvöl - 01.01.1942, Síða 81
D VÖL
75
fegurri, öllu átakanlegri, öllu áhrifarík-
ari lýsingu á andvöku mikils skálds, er
lifir lífi sinu i tveim heimum: Heimi
starfs og anna og ríki listarinnar.
í þessari bók eru mörg fleiri fögur
kvæði og hugstæð. Ég get ekki stillt mig
um að nefna kvæðið um andlát Jóns frá
Hlíð, „Ekki má ek blóð sjá“, „Bogmenn",
undurljúft kvæði um bernskudaga skálds-
ins, er hann var með öðrum börnum til
spurninga í Reykholti, „Dauðsmanns-
kvísl“ og þó ef til vill umfram allt „Lyng-
heiðin rauð“. Snautt er það hjarta, sem
ekki hrífst af þessum erindum:
Lyngbrekku ljóði andar angan-megn
ómvana þeyr um grænar hlíðarrætur.
Sólskinin fjöllin ilma eftir regn,
upprisin sæl úr faðmi djúprar nætur.
Blágullnar hæðir baðast ljósi og yl.
Blessaða líf, sem við mér hlær og grætur!
Lyng, lyng og aftur lyng um drag og gil,
lifandi feldur vefst um mína fætur.
Lynghríslan smá við kleif og klettaþil,
kyrrlát við sól og átök frosts og snjóa, —
hvaðan ert þú, og hvers vegna ertu til?
hvert er það afl, sem knýr þig til að gróa?
Systir mín ung, sem ert svo hugstæð mér,
alin á rústum löngu dauðra skóga, —
hvaðan er ég, og hvers vegna er ég hér?
hvers vegna er ég að yrkja í þínum móa?
Andvörp hins liðna að eyrum mínum ber,
ókomnir dagar birtast sjónum mínum.
Ráðgáta heilla heima felst í þér,
hvísla þú að mér leyndardómi þínum.
Freistast ekki einhver til þess að bregða
fyrir sig orðum skáldsins sjálfs og spyrja
þenna „sjálfboðaliða í söngvum á fátæk-
um stað“: „Hver kenndi yður þvílíka
list?“
Að formi kvæða hefir ein breyting orð-
ið á um skáldskap Guðmundar frá því
fyrri bækur hans komu út: Hann er hætt-
ur að yrkja rímlaus kvæði. Að sjálfsögðu
getur slíkur skáldskapur verið stórbrotinn
og snjall. En fáum íslendingum mun þó
verulega hugarhaldin þau kvæði, sem ekki
uppfylla venjulegar kröfur um höfuðstafi
og rím. Og illa væri farið, ef beztu skáld
þjóðarinnar hættu að skeyta um slíkt.
Ég gleðst þess vegna yfir, að Guðmund-
ur Böðvarsson hefir horfið frá þvi að
yrkja rímlaus kvæði, þótt ýms góð kvæði
séu með því sniði 1 fyrri bókum hans.
Ég vék að því hér að framan, er Goethe
sagði um þarfir mikilla skálda til full-
nægingar anda sínum. Guðmundur Böðv-
arsson er á unga aldri orðinn glæsilegt
skáld, mitt í búskaparönnum uppi í Hvít-
ársíðu, þar sem tónlist er sjaldheyrð nema
sú, er „söngvarar kjarrs og kræklóttra
greina" iðka, og fá listaverk að skoða,
nema þau, sem gert hafa guð og eldur.
En væri samt úr vegi fyrir nokkra fjáða
menn, sem unna íslenzkri list og Ijóðum
Guðmundar, að taka höndum saman og
gera honum kleift að hverfa um nokkurra
mánaða skeið frá búi og búsáhyggjum,
þegar átökum heimsveldanna linnir, til
ríkari landa og suðrænni og eiga þar þægi-
lega stundardvöl?
Hversu mörg gullfögur kvæði mundi ís-
lendingum gefin þær vikur?
Fyrir fáum árum lagði Reykjavíkurbær
Tómasi Guðmundssyni fé til utanfarar.
Ef til vill mundi sýslunefndum Mýra-
manna og Borgfirðinga þykja sómi að
fylgja því fordæmi og eiga hlut að utan-
för Guðmundar Böðvarssonar.
J. H.
Stefan Zweig: María Stúart.
Magnús Magnússon þýddi.
Reykjavík. ísafoldarprent-
smiðja 1941.
Um svipað leyti og hið útlæga austur-
ríkska skáld, Stefan Zweig, réð sér bana
fjarri ættjörðu sinni, kom í íslenzkar
bókabúðir í íslenzkri þýðingu eitt meira