Dvöl - 01.01.1942, Page 85

Dvöl - 01.01.1942, Page 85
D VÖL 79 inn árin 1886—1892. Löngu siðar, árið 1928, gekk hann fram fyrir skjöldu sem ákafur baráttumaður í þjóðernishreyf- ingu Skota. R. B. Cunninghame Graham er glæsi- legur rithöfundur og fjölhæfur og hefir ritað margar bækur um ólík efni. Ferða- lýsingar hans, ferðasögur og smásögur eru þó frægastar. Saga sú, er birtist eftir hann í Dvöl, á að gerast á íslandi seint á 19. öld og birtist fyrst í bók, er hét „The Ipané" og kom út árið 1899. Mun höfundurinn hafa verið á ferð hér á landi nokkru áður. Nokkuð skýtur skökku við um staðhætti sums staðar í sögunni, en eigi að síður mun margan fýsa að lesa hana. Benda má og á, að erlendir bók- menntafræðingar telja söguna með ágæt- um. Unto Seppanen er einn hinna beztu rithöfunda Finna, þótt hann sé enn innan við fertugt. Hann fæddist í Helsingfors árið 1904, en er ætt- aður úr Kyrjálabotni og hefir lengst af dvalið þar. Faðir hans var maður ljóð- elskur og fékkst við þýðingar. Unto Seppanen stundaði háskólanám í Hels- ingfors, og fyrsta bók hans var sögur úr höfuðborginni. En flestar þær sögur, er hann hefir síðar ritað, gerast í Kyrjála- héruðunum. Eitt helzta rit hans, „Iloisten ukkojen kylá“, er á íslenzku mætti heita „Kátt í koti‘“, segir þaðari austan að. Seppánen hefir einnig samið leikrit, er vinsæl hafa orðið. Par Lagerkvist er nú öndvegisskáld Svía, að flestra dómi. Hann fæddist 1891 og gekk ungur menntaveg. 1913 gaf hann út fyrsta rit sitt. Fjallar það um bókmenntir og vinnu- brögð rithöfunda, og flutti Lagerkvist þar Þann boðskap, að skáld ættu að taka sér til fyrirmyndar málara þá, er fylgdu stefnu „expressionista", og hlíta að sínu leyti sömu meginreglum í listsköpun sinni Til kaupenda Dvalar i > Með þessum árgangi verður | \ sú breyting á högum DVALAR, < að Þórir Baldvinsson, sem verið / hefir ritstjóri hennar í tvö ár, lætur af því starfi. Við hefir S tekið Jón Helgason. Útgefendur | \ Dvalar kunna Þóri Baldvinssyni j hinar beztu þakkir fyrir gott og ? mikið og óeigingjarnt starf í ) þágu ritsins. > > Vegna síhækkandi pappírs- j verðs og tilkostnaðar við ritið > j neyðast útgefendurnir til þess að hækka verð hvers árangs um \ j þrjár krónur. Mun þessi árgang- j ur því kosta tíu krónur. Vona > j þeir, að sú ákvörðun þyki ekki > j óhófleg, miðað við verð á öðrum \ j tímaritum og bókum. < ( Útkoma þessa heftis hefir \ j dregizt óeðlilega vegna prent- í j araverkfallsins í vetur og ann- > > ríkis í prentsmiðjunni. > og þeir. Eins og kunnugt er leitast „ex- pressionistinn“ við að lýsa innra viðhorfi málarans gagnvart náttúrunni og láta mynd sína sýna það, sem mest vekur at- hygli hans. Þessum boðskap sínum fylgdi Lagerkvist í bókinni „Motiv", sem kom út 1914, og smásagnasafninu „Járn och mánniskor" frá heimsstyrjaldarárunum. Úr því safni er saga Lagerkvists, sem birtist í „Dvöl“ að þessu sinni. Það kom brátt á daginn, að Pár Lag- erkvist var ekki við eina fjöl felldur í skáldskap sínum. Hann orti ljóð, samdi sögur og leikrit, og fyrir leikrit sín hlaut hann fyrst verulega frægð. Það var árin 1918—1919. Síðan hefir hróður hans æ aukizt, bæði heima og erlendis. Hann er talinn frumlegastur allra sænskra rithöf- unda síðasta mannsaldur, óvenjulega

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.